Innlent

Háskólinn býður upp á sumarnám annað árið í röð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Háskóli Íslands býður stúdentum nám í sumar. Mynd/ Stefán.
Háskóli Íslands býður stúdentum nám í sumar. Mynd/ Stefán.
Stúdentum við Háskóla Íslands munu í sumar standa til boða fjölbreyttir námskostir sem veita þeim möguleika á framfærsluláni frá Lánasjóði íslenskra námsmanna.

Í tilkynningu frá HÍ segir að vegna ótryggra atvinnuhorfa fyrir stúdenta í sumar hafi skólinn lagt áherslu á koma til móts við óskir stúdenta með því að tryggja sem flestum möguleika á námi í sumar. Nú þegar sé ljóst að yfir 100 próf, verkefni og námskeið muni standa stúdentum til boða á komandi sumri en áfram verði unnið að því að fjölga námsmöguleikum í samráði við stúdenta.

Í skipulagi Háskóla Íslands er ekki gert ráð fyrir prófum í ágúst og niðurskurður á rekstrarfé til skólans gerir honum erfitt um vik. Engu að síður reynir Háskólinn að bjóða upp á eins mörg próf nú í ágúst og kostur er.

Háskólinn bauð líka upp á sumarnám í fyrra, þegar ljóst var að fjölmargir stúdentar ættu ekki kost á sumarvinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×