Erlent

Hringdi í neyðarlínuna og tilkynnti um stolinn snjókarl

Þessum snjókarli var ekki stolið.
Þessum snjókarli var ekki stolið.

Forsvarsmenn bresku neyðarlínunnar eru steinhissa á framferði konu í bænum Kent. Konan hringdi í neyðarlínuna og tilkynnti um dularfullan þjófnað.

Neyðarvörðurinn, sem svaraði konunni, spurði hvað hún ætti við. Konan sagði neyðarverðinum þá frá því að hún hefði farið út að reykja og þá sá hún að það var búið að stela snjókarlinum hennar.

Neyðarverðinum brá talsvert við að heyra um þennan glæp og spurði hvort konan ætti við jólaskraut.

„Nei, kall búinn til úr snjó. Ég bjó hann sjálf til," svaraði konan þá að bragði.

Neyðarvörðurinn áréttaði þá fyrir konunni að neyðarlínan væri eingöngu fyrir neyðarsímtöl, snjókarlaþjófnaður myndi ekki flokkast sem slíkur.

Lögreglufulltrúi sagði í fjölmiðlum eftir atvikið að það væru úrræði til þess að sækja fólk til saka sem misnotar neyðarlínuna. Til að mynda fékk neyðarlínan um átta þúsund hringingar vegna neyðartilvika á tveimur sólarhingum.

Símtal snjókarlaeigandans hefði getað orðið til þess að innhringjandi í neyð hefði ekki getað fengið aðstoð.

Lögreglufulltrúinn sagði ekki ástæðu til þess að kæra konuna sem taldi fulla ástæðu til þess að tilkynna um þjófnaðinn, þar sem hún notaði smámynt fyrir augu og teskeiðar fyrir hendur. Hann réttaði þó að málið væri litið afar alvarlegum augum.

Fyrir áhugasama þá má heyra neyðarsímtalið, sem er kostulegt, hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×