Meintir byssumenn fóru fyrst mannavillt Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. desember 2010 18:36 Fólk í Ásgarði er slegið óhug vegna skotárásarinnar á aðfangadag sem lögreglan telur tilraun til manndráps. Nágrannar fjölskyldunnar, sem komu henni til hjálpar á örlagastundu, eru ennþá hræddir og þora ekki að gista heima hjá sér. Í fyrstu fóru handrukkararnir mannavillt. Rétt áður en árásarmennir sem skutu á útidyrahurðina í Ásgarði á aðfangadag höfðu dregið upp skotvopn tókst litlu fjölskyldunni sem þar bjó að komast yfir í næstu íbúð með hjálp nágranna sinna. „Fyrst komu þeir tveir, og svo lít ég út um gluggann og sé að þeir eru farnir. Fimmtán mínútum síðar sjáum við hóp manna með skotvopn. Þá var bankað á svalahurðina hjá okkur og við hleyptum konu inn. Við heyrum svo að það er verið að skjóta," sagði nágranninn. Á þessum tímapunkti er öll fjölskyldan komin yfir til nágrannanna. Ódæðismennirnir fyrir utan, að því er virðist undir áhrifum fíkniefna. Nágrannarnir sem vilja ekki koma fram í mynd, eru óttaslegin og hrædd. Þau eru hrædd um öryggi sitt og þora ekki að fara að sofa á kvöldin. „Við höfum ekki þorað að sofa. Við erum mjög hrædd því við vitum að lögreglan getur ekki verndað okkur," sagði nágranninn. Fólkið á þarna við að lögreglan gat ekki orðið við bón þeirra um að vakta húsið. Málið er hins vegar að þetta er ekki í fyrsta sinn sem árásarmennirnir eða tengd glæpagengi birtast í hverfinu. Þá fóru mennirnir að því er virðist húsavillt í upphafi árásarinnar. Mennirnir sem úrskurðaðir voru í tíu daga gæsluvarðhald voru yfirheyrðir í dag. Lögregla verst allra frétta á málinu á þessu stigi en yfirheyrslur munu halda áfram á næstu dögum. Meintur höfuðpaur gengur laus þar sem gæsluvarðhaldi yfir honum var synjað. Hægt er að skoða ítarlegt viðtal við nágrannanna í viðhenginu. Tengdar fréttir Manndrápstilraun í Bústaðarhverfi: Vildu á aðra milljón í "sekt" Skotárásin í Ásgarði í gær var tilraun til manndráps, að mati lögreglunnar. Fjölskyldufaðirinn sem varð fyrir árásinni segir börn sín hafa verið lögð í lífshættu. Fjórir menn voru úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald, en dómari féllst ekki á varðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina. 25. desember 2010 18:20 Árásin í Ásgarði: Fjölskyldufaðirinn var í dópsölu Fjölskyldufaðirinn í Ásgarði í Bústaðarhverfinu sem bjargaðist naumlega þegar að handrukkaragengi réðst á heimili hans hafði stuttu áður verið í aðstæðum þar sem fíkniefnaviðskipti áttu sér stað. Maðurinn, sem Stöð 2 ræddi við í dag, vildi ekki tjá sig um það í samtali við fréttamann. 25. desember 2010 22:15 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fleiri fréttir Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Sjá meira
Fólk í Ásgarði er slegið óhug vegna skotárásarinnar á aðfangadag sem lögreglan telur tilraun til manndráps. Nágrannar fjölskyldunnar, sem komu henni til hjálpar á örlagastundu, eru ennþá hræddir og þora ekki að gista heima hjá sér. Í fyrstu fóru handrukkararnir mannavillt. Rétt áður en árásarmennir sem skutu á útidyrahurðina í Ásgarði á aðfangadag höfðu dregið upp skotvopn tókst litlu fjölskyldunni sem þar bjó að komast yfir í næstu íbúð með hjálp nágranna sinna. „Fyrst komu þeir tveir, og svo lít ég út um gluggann og sé að þeir eru farnir. Fimmtán mínútum síðar sjáum við hóp manna með skotvopn. Þá var bankað á svalahurðina hjá okkur og við hleyptum konu inn. Við heyrum svo að það er verið að skjóta," sagði nágranninn. Á þessum tímapunkti er öll fjölskyldan komin yfir til nágrannanna. Ódæðismennirnir fyrir utan, að því er virðist undir áhrifum fíkniefna. Nágrannarnir sem vilja ekki koma fram í mynd, eru óttaslegin og hrædd. Þau eru hrædd um öryggi sitt og þora ekki að fara að sofa á kvöldin. „Við höfum ekki þorað að sofa. Við erum mjög hrædd því við vitum að lögreglan getur ekki verndað okkur," sagði nágranninn. Fólkið á þarna við að lögreglan gat ekki orðið við bón þeirra um að vakta húsið. Málið er hins vegar að þetta er ekki í fyrsta sinn sem árásarmennirnir eða tengd glæpagengi birtast í hverfinu. Þá fóru mennirnir að því er virðist húsavillt í upphafi árásarinnar. Mennirnir sem úrskurðaðir voru í tíu daga gæsluvarðhald voru yfirheyrðir í dag. Lögregla verst allra frétta á málinu á þessu stigi en yfirheyrslur munu halda áfram á næstu dögum. Meintur höfuðpaur gengur laus þar sem gæsluvarðhaldi yfir honum var synjað. Hægt er að skoða ítarlegt viðtal við nágrannanna í viðhenginu.
Tengdar fréttir Manndrápstilraun í Bústaðarhverfi: Vildu á aðra milljón í "sekt" Skotárásin í Ásgarði í gær var tilraun til manndráps, að mati lögreglunnar. Fjölskyldufaðirinn sem varð fyrir árásinni segir börn sín hafa verið lögð í lífshættu. Fjórir menn voru úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald, en dómari féllst ekki á varðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina. 25. desember 2010 18:20 Árásin í Ásgarði: Fjölskyldufaðirinn var í dópsölu Fjölskyldufaðirinn í Ásgarði í Bústaðarhverfinu sem bjargaðist naumlega þegar að handrukkaragengi réðst á heimili hans hafði stuttu áður verið í aðstæðum þar sem fíkniefnaviðskipti áttu sér stað. Maðurinn, sem Stöð 2 ræddi við í dag, vildi ekki tjá sig um það í samtali við fréttamann. 25. desember 2010 22:15 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fleiri fréttir Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Sjá meira
Manndrápstilraun í Bústaðarhverfi: Vildu á aðra milljón í "sekt" Skotárásin í Ásgarði í gær var tilraun til manndráps, að mati lögreglunnar. Fjölskyldufaðirinn sem varð fyrir árásinni segir börn sín hafa verið lögð í lífshættu. Fjórir menn voru úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald, en dómari féllst ekki á varðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina. 25. desember 2010 18:20
Árásin í Ásgarði: Fjölskyldufaðirinn var í dópsölu Fjölskyldufaðirinn í Ásgarði í Bústaðarhverfinu sem bjargaðist naumlega þegar að handrukkaragengi réðst á heimili hans hafði stuttu áður verið í aðstæðum þar sem fíkniefnaviðskipti áttu sér stað. Maðurinn, sem Stöð 2 ræddi við í dag, vildi ekki tjá sig um það í samtali við fréttamann. 25. desember 2010 22:15