Meintir byssumenn fóru fyrst mannavillt Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. desember 2010 18:36 Fólk í Ásgarði er slegið óhug vegna skotárásarinnar á aðfangadag sem lögreglan telur tilraun til manndráps. Nágrannar fjölskyldunnar, sem komu henni til hjálpar á örlagastundu, eru ennþá hræddir og þora ekki að gista heima hjá sér. Í fyrstu fóru handrukkararnir mannavillt. Rétt áður en árásarmennir sem skutu á útidyrahurðina í Ásgarði á aðfangadag höfðu dregið upp skotvopn tókst litlu fjölskyldunni sem þar bjó að komast yfir í næstu íbúð með hjálp nágranna sinna. „Fyrst komu þeir tveir, og svo lít ég út um gluggann og sé að þeir eru farnir. Fimmtán mínútum síðar sjáum við hóp manna með skotvopn. Þá var bankað á svalahurðina hjá okkur og við hleyptum konu inn. Við heyrum svo að það er verið að skjóta," sagði nágranninn. Á þessum tímapunkti er öll fjölskyldan komin yfir til nágrannanna. Ódæðismennirnir fyrir utan, að því er virðist undir áhrifum fíkniefna. Nágrannarnir sem vilja ekki koma fram í mynd, eru óttaslegin og hrædd. Þau eru hrædd um öryggi sitt og þora ekki að fara að sofa á kvöldin. „Við höfum ekki þorað að sofa. Við erum mjög hrædd því við vitum að lögreglan getur ekki verndað okkur," sagði nágranninn. Fólkið á þarna við að lögreglan gat ekki orðið við bón þeirra um að vakta húsið. Málið er hins vegar að þetta er ekki í fyrsta sinn sem árásarmennirnir eða tengd glæpagengi birtast í hverfinu. Þá fóru mennirnir að því er virðist húsavillt í upphafi árásarinnar. Mennirnir sem úrskurðaðir voru í tíu daga gæsluvarðhald voru yfirheyrðir í dag. Lögregla verst allra frétta á málinu á þessu stigi en yfirheyrslur munu halda áfram á næstu dögum. Meintur höfuðpaur gengur laus þar sem gæsluvarðhaldi yfir honum var synjað. Hægt er að skoða ítarlegt viðtal við nágrannanna í viðhenginu. Tengdar fréttir Manndrápstilraun í Bústaðarhverfi: Vildu á aðra milljón í "sekt" Skotárásin í Ásgarði í gær var tilraun til manndráps, að mati lögreglunnar. Fjölskyldufaðirinn sem varð fyrir árásinni segir börn sín hafa verið lögð í lífshættu. Fjórir menn voru úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald, en dómari féllst ekki á varðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina. 25. desember 2010 18:20 Árásin í Ásgarði: Fjölskyldufaðirinn var í dópsölu Fjölskyldufaðirinn í Ásgarði í Bústaðarhverfinu sem bjargaðist naumlega þegar að handrukkaragengi réðst á heimili hans hafði stuttu áður verið í aðstæðum þar sem fíkniefnaviðskipti áttu sér stað. Maðurinn, sem Stöð 2 ræddi við í dag, vildi ekki tjá sig um það í samtali við fréttamann. 25. desember 2010 22:15 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Fólk í Ásgarði er slegið óhug vegna skotárásarinnar á aðfangadag sem lögreglan telur tilraun til manndráps. Nágrannar fjölskyldunnar, sem komu henni til hjálpar á örlagastundu, eru ennþá hræddir og þora ekki að gista heima hjá sér. Í fyrstu fóru handrukkararnir mannavillt. Rétt áður en árásarmennir sem skutu á útidyrahurðina í Ásgarði á aðfangadag höfðu dregið upp skotvopn tókst litlu fjölskyldunni sem þar bjó að komast yfir í næstu íbúð með hjálp nágranna sinna. „Fyrst komu þeir tveir, og svo lít ég út um gluggann og sé að þeir eru farnir. Fimmtán mínútum síðar sjáum við hóp manna með skotvopn. Þá var bankað á svalahurðina hjá okkur og við hleyptum konu inn. Við heyrum svo að það er verið að skjóta," sagði nágranninn. Á þessum tímapunkti er öll fjölskyldan komin yfir til nágrannanna. Ódæðismennirnir fyrir utan, að því er virðist undir áhrifum fíkniefna. Nágrannarnir sem vilja ekki koma fram í mynd, eru óttaslegin og hrædd. Þau eru hrædd um öryggi sitt og þora ekki að fara að sofa á kvöldin. „Við höfum ekki þorað að sofa. Við erum mjög hrædd því við vitum að lögreglan getur ekki verndað okkur," sagði nágranninn. Fólkið á þarna við að lögreglan gat ekki orðið við bón þeirra um að vakta húsið. Málið er hins vegar að þetta er ekki í fyrsta sinn sem árásarmennirnir eða tengd glæpagengi birtast í hverfinu. Þá fóru mennirnir að því er virðist húsavillt í upphafi árásarinnar. Mennirnir sem úrskurðaðir voru í tíu daga gæsluvarðhald voru yfirheyrðir í dag. Lögregla verst allra frétta á málinu á þessu stigi en yfirheyrslur munu halda áfram á næstu dögum. Meintur höfuðpaur gengur laus þar sem gæsluvarðhaldi yfir honum var synjað. Hægt er að skoða ítarlegt viðtal við nágrannanna í viðhenginu.
Tengdar fréttir Manndrápstilraun í Bústaðarhverfi: Vildu á aðra milljón í "sekt" Skotárásin í Ásgarði í gær var tilraun til manndráps, að mati lögreglunnar. Fjölskyldufaðirinn sem varð fyrir árásinni segir börn sín hafa verið lögð í lífshættu. Fjórir menn voru úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald, en dómari féllst ekki á varðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina. 25. desember 2010 18:20 Árásin í Ásgarði: Fjölskyldufaðirinn var í dópsölu Fjölskyldufaðirinn í Ásgarði í Bústaðarhverfinu sem bjargaðist naumlega þegar að handrukkaragengi réðst á heimili hans hafði stuttu áður verið í aðstæðum þar sem fíkniefnaviðskipti áttu sér stað. Maðurinn, sem Stöð 2 ræddi við í dag, vildi ekki tjá sig um það í samtali við fréttamann. 25. desember 2010 22:15 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Manndrápstilraun í Bústaðarhverfi: Vildu á aðra milljón í "sekt" Skotárásin í Ásgarði í gær var tilraun til manndráps, að mati lögreglunnar. Fjölskyldufaðirinn sem varð fyrir árásinni segir börn sín hafa verið lögð í lífshættu. Fjórir menn voru úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald, en dómari féllst ekki á varðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina. 25. desember 2010 18:20
Árásin í Ásgarði: Fjölskyldufaðirinn var í dópsölu Fjölskyldufaðirinn í Ásgarði í Bústaðarhverfinu sem bjargaðist naumlega þegar að handrukkaragengi réðst á heimili hans hafði stuttu áður verið í aðstæðum þar sem fíkniefnaviðskipti áttu sér stað. Maðurinn, sem Stöð 2 ræddi við í dag, vildi ekki tjá sig um það í samtali við fréttamann. 25. desember 2010 22:15