Innlent

Rekinn eftir áratug á RÚV

SB skrifar
Þórhallur skrifaði ævisögu Árna Mathiesen og missti vinnuna af þeim sökum.
Þórhallur skrifaði ævisögu Árna Mathiesen og missti vinnuna af þeim sökum.
Fréttamanninum Þórhalli Jósepssyni hefur verið vikið úr starfi á Rúv. Þórhallur skrifaði ævisögu Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, og fékk uppsagnarbréf að launum.

„Á föstudaginn réttir Óðinn Jónsson fréttastjóri mér bréf þar sem hann krefur mig um að segja sjálfur upp störfum. Þær ávirðingar sem hann telur réttlæta það er að ég skrifaði bók um Árna Mathiesen," segir Þórhallur Jósepsson sem unnið hefur á fréttastofu Rúv í um tíu ár.

„Í gær er mér svo tilkynnt að ég verði að samþykkja þetta. Ef ekki, þá ætti ég að sækja uppsagnarbréf í dag inn á Rúv."

Þórhallur segir erfitt að tjá sig um smáatriði málsins þar sem hann muni líklega leita réttar síns. Hann geti hins vegar tjáð sig um staðreyndir. Hann útskýrir að hann hafi átt fund með Óðni Jónssyni og greint honum frá verkefninu.

„Þær ávirðingar sem hann ber á mig eru hans einhliða frásagnir af þessum fundi. Ég get ekki staðfest neitt sem fram fór á fundinum nema að ég nefndi Árna Mathiesen ekki á nafn. Ég fór af þessum fundi í góðri trú."

Þórhallur gat ekki samþykkt að segja sjálfur upp störfum. Hann segist hafa bent fréttastjóranum á að senda honum uppsagnarbréfið í ábyrgðarpósti.

Skúffaður?

„Ég tjái mig ekki um það núna."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×