Innlent

Nýtt húsnæði BUGL tekið formlega í notkun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Starfsfólk Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Mynd/ Pjetur.
Starfsfólk Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Mynd/ Pjetur.
Húsnæði móttökudeildar unglinga og dagdeildar barna á barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL, var tekið formlega í notkun með viðhöfn í dag eftir gagngerar endurbætur.

Í tilkynningu frá Landspítalanum kemur fram að undanfarin ár hafi aðstaða BUGL til að sinna hlutverki sínu batnað mjög. Fyrir tveimur árum hafi ný göngudeildarálma verið opnuð og nú hafi húsnæði móttökudeildar unglinga og dagdeild barna verið endurbætt verulega. Þar með sé lokið tveimur áföngum endurbóta á BUGL af þremur sem hafa verið fyrirhugaðir.

Barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL, er til húsa að Dalbraut 12 og fagnar fjörtíu ára afmæli sínu í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×