Fótbolti

Carragher gæti farið með á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Jamie Carragher íhugar þessa dagana að taka landsliðsskóna fram úr hilluna og gefa kost á sér fyrir HM í sumar enda mikil meiðsli meðal enskra varnarmanna.

Carragher hengdi landsliðsskóna upp árið 2007 eftir að hann fékk nóg af því að spila í bakverðinum.

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, er með mikinn hausverk út af meiðslum varnarmanna liðsins en Rio Ferdinand er slæmur í bakinu, Ledley King er slæmur í hnénu og Joleon Lescott er einnig meiddur.

Capello kynni því að slá á þráðinn til Carragher og biðja hann um aðstoð í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×