Milljarða útgreiðsla hangir yfir borginni 19. febrúar 2010 05:00 Eigendum lóða er neitað um að skila þeim og fá endurgreitt eins og tíðkaðist hjá borginni fyrir hrun fjármálakerfisins. Mynd/Vilhelm Gunnarsson „Á meðan við erum að forgangsraða í þágu grunnþjónustu og annars sem mestu máli skiptir getum við auðvitað ekki varið það að endurgreiða lóðir nema það sé alveg skýrt að það sé okkar skylda," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri. Meirihlutinn í borgarráði Reykjavíkur samþykkti í gær bókun um að úrskurðir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins þess efnis að borgin ætti að taka aftur við seldum lóðum væru byggðir á röngum forsendum og því rangir. Uppi sé lagaleg óvissa því Héraðsdómur Reykjavíkur hafi í desember komist að þveröfugri niðurstöðu en ráðuneytið. „Reykjavíkurborg hefur ekki í sínum samþykktum viðurkennt að til staðar hafi verið einhliða skilaréttur hjá lóðarhöfum íbúðahúsalóða, þar sem byggingarréttur var seldur í kjölfar útboðs, eða atvinnuhúsalóða," ítrekar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bókun. Samkvæmt framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar frá í júní 2009 gátu hugsanleg fjárútlát borgarinnar vegna lóðaskila í Úlfarsárdal og á Sléttuvegsreit numið þremur milljörðum króna með verðbótum. Þar af hafi verið gerð krafa um 365 milljónir. Þessar upplýsingar fengust ekki uppfærðar í gær og ekki reyndist unnt að fá samsvarandi upplýsingar um atvinnulóðir. En ljóst er að upphæðin sem um er að tefla skiptir milljörðum. Fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúar meirihlutans skiptust á bókunum um málið í borgarráði en Þorleifur Gunnlaugsson, fulltrúi VG, sat hjá. „Þetta er mál sem verður leitt til lykta í Hæstarétti," segir Þorleifur við Fréttablaðið. Dagur B. Eggertsson og aðrir fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði segjast byggja afstöðu sína á sjónarmiðum jafnræðis og sanngirni. Uppi sé lagaleg óvissa og spurningar um óvandaða stjórnsýslu. Dráttur á niðurstöðu geti verið afar afdrifaríkur fyrir viðkomandi fjölskyldur. Þótt staða borgarsjóðs sé erfið sé það „þó ekki síður ábyrgðarhluti hjá borgarstjóra og meirihluta borgarstjórnar á láta viðkomandi fjölskyldunum einum eftir að axla ábyrgð," eins og segir í bókun. Hanna Birna segir að á meðan uppi sé lagaleg óvissa fylgi borgaryfirvöld lögfræðilegri ráðgjöf. Bæði borgarlögmaður og aðrir lögmenn sem vinni fyrir borgina í þessu málum telji að ekki hvíli á borginni skylda til að taka við lóðunum. „Það er ekkert í samþykktum borgarinnar sem gerir ráð fyrir svona einhliða skilum á lóðum. Í þeim tilvikum sem borgin endurgreiddi atvinnulóðir án þess að vera skyldug til þess var það vegna þess að borgin taldi sig afdráttarlaust geta endurselt þær lóðir," segir borgarstjórinn. gar@frettabladid.is Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Á meðan við erum að forgangsraða í þágu grunnþjónustu og annars sem mestu máli skiptir getum við auðvitað ekki varið það að endurgreiða lóðir nema það sé alveg skýrt að það sé okkar skylda," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri. Meirihlutinn í borgarráði Reykjavíkur samþykkti í gær bókun um að úrskurðir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins þess efnis að borgin ætti að taka aftur við seldum lóðum væru byggðir á röngum forsendum og því rangir. Uppi sé lagaleg óvissa því Héraðsdómur Reykjavíkur hafi í desember komist að þveröfugri niðurstöðu en ráðuneytið. „Reykjavíkurborg hefur ekki í sínum samþykktum viðurkennt að til staðar hafi verið einhliða skilaréttur hjá lóðarhöfum íbúðahúsalóða, þar sem byggingarréttur var seldur í kjölfar útboðs, eða atvinnuhúsalóða," ítrekar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bókun. Samkvæmt framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar frá í júní 2009 gátu hugsanleg fjárútlát borgarinnar vegna lóðaskila í Úlfarsárdal og á Sléttuvegsreit numið þremur milljörðum króna með verðbótum. Þar af hafi verið gerð krafa um 365 milljónir. Þessar upplýsingar fengust ekki uppfærðar í gær og ekki reyndist unnt að fá samsvarandi upplýsingar um atvinnulóðir. En ljóst er að upphæðin sem um er að tefla skiptir milljörðum. Fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúar meirihlutans skiptust á bókunum um málið í borgarráði en Þorleifur Gunnlaugsson, fulltrúi VG, sat hjá. „Þetta er mál sem verður leitt til lykta í Hæstarétti," segir Þorleifur við Fréttablaðið. Dagur B. Eggertsson og aðrir fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði segjast byggja afstöðu sína á sjónarmiðum jafnræðis og sanngirni. Uppi sé lagaleg óvissa og spurningar um óvandaða stjórnsýslu. Dráttur á niðurstöðu geti verið afar afdrifaríkur fyrir viðkomandi fjölskyldur. Þótt staða borgarsjóðs sé erfið sé það „þó ekki síður ábyrgðarhluti hjá borgarstjóra og meirihluta borgarstjórnar á láta viðkomandi fjölskyldunum einum eftir að axla ábyrgð," eins og segir í bókun. Hanna Birna segir að á meðan uppi sé lagaleg óvissa fylgi borgaryfirvöld lögfræðilegri ráðgjöf. Bæði borgarlögmaður og aðrir lögmenn sem vinni fyrir borgina í þessu málum telji að ekki hvíli á borginni skylda til að taka við lóðunum. „Það er ekkert í samþykktum borgarinnar sem gerir ráð fyrir svona einhliða skilum á lóðum. Í þeim tilvikum sem borgin endurgreiddi atvinnulóðir án þess að vera skyldug til þess var það vegna þess að borgin taldi sig afdráttarlaust geta endurselt þær lóðir," segir borgarstjórinn. gar@frettabladid.is
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira