Innlent

Síbrotamaður í gæslu dæmdur

Karlmaður sem situr í gæsluvarðhaldi vegna síbrota hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, þar af tvo á skilorði, fyrir fjölmarga þjófnaði, húsbrot, eignaspjöll, líkamsárás og fleiri sakir.

Þrívegis braust maðurinn inn í Kaffi Krús á Selfossi til að stela áfengi. Í herbergi á hótel Selfossi réðst hann svo á samlanda sinn, skallaði hann og sló í andlit og sparkaði í hann liggjandi. Fórnar­lambið hlaut allmikla áverka, suma alvarlega.

Þá var afbrotamaðurinn ákærður fyrir að brugga áfengi í heimahúsi.- jss








Fleiri fréttir

Sjá meira


×