Ekki nóg að tala við eldhúsborðið 13. nóvember 2010 07:00 Jónas Björgvin Antonsson segir Athafnavikuna minna á að möguleikarnir til sköpunar séu margir. fréttablaðið/gva Alþjóðlega athafnavikan hefst á mánudaginn og stendur til laugardagsins kemur. Um 50 aðilar taka þátt í viðburðum vikunnar sem munu eiga sér stað um land allt. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis, segir framtakið afar mikilvægt fyrir þau fjölmörgu fyrirtæki sem séu að stíga sín fyrstu skref og það gefi frumkvöðlastarfsemi nauðsynlega vítamínsprautu. „Þetta er mjög jákvætt í allri neikvæðninni,“ segir Guðbjörg Edda. „Þetta sýnir að fólk getur fengið mörgu áorkað í dag þrátt fyrir árferðið og vilji er í raun allt sem þarf.“ Guðbjörg Edda segir margt jákvætt hafa átt sér stað hvað varðar stuðning við sprotafyrirtæki á síðustu árum, en alltaf megi gera betur. Mikil gróska sé í frumkvöðlastarfsemi í landinu og nauðsynlegt sé að styðja við þennan hluta markaðarins til þess að fyrirtækin nái að dafna og festa rætur. „Fjármagnið hefur alltaf verið erfitt og það er sennilega enn þá erfiðara núna,“ segir hún. „Ef hægt væri að koma á föstu styrkjakerfi til þess að styðja við þau fyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu skref á markaðnum myndi það breyta miklu.“ Jónas Björgvin Antonsson, framkvæmdastjóri Gogogic, tekur undir orð Guðbjargar Eddu og segir Athafnavikuna mikilvæga áminningu um að möguleikarnir til sköpunar í samfélaginu séu margir. „Þetta minnir fólk á að það er þetta „eitthvað annað“ sem er til,“ segir Jónas. „Það felst fyrst og fremst í því að einhver þarna úti tekur sig til og ákveður að gera eitthvað annað.“ Jónas segir að stóra skrefið í átt til nýsköpunnar sé að taka ákvörðunina og láta verða af hlutunum og það sé ekki nóg að tala bara við eldhúsborðið. Hann segir umhverfið á Íslandi vera jákvætt til frumkvöðlastarfssemi. „Það á að hrósa því sem vel er gert. Eins að það er auðvelt að hefjast handa og það er svakalega mikilvægt,“ segir Jónas. „Auðvitað tekst ekki allt en það er athafnasemin sem er svo mikilvæg. Það orkar allt tvímælis þá gert er. Maður getur aldrei horft í baksýnisspegilinn og sagt: Þetta voru klárlega mistök.“sunna@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira
Alþjóðlega athafnavikan hefst á mánudaginn og stendur til laugardagsins kemur. Um 50 aðilar taka þátt í viðburðum vikunnar sem munu eiga sér stað um land allt. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis, segir framtakið afar mikilvægt fyrir þau fjölmörgu fyrirtæki sem séu að stíga sín fyrstu skref og það gefi frumkvöðlastarfsemi nauðsynlega vítamínsprautu. „Þetta er mjög jákvætt í allri neikvæðninni,“ segir Guðbjörg Edda. „Þetta sýnir að fólk getur fengið mörgu áorkað í dag þrátt fyrir árferðið og vilji er í raun allt sem þarf.“ Guðbjörg Edda segir margt jákvætt hafa átt sér stað hvað varðar stuðning við sprotafyrirtæki á síðustu árum, en alltaf megi gera betur. Mikil gróska sé í frumkvöðlastarfsemi í landinu og nauðsynlegt sé að styðja við þennan hluta markaðarins til þess að fyrirtækin nái að dafna og festa rætur. „Fjármagnið hefur alltaf verið erfitt og það er sennilega enn þá erfiðara núna,“ segir hún. „Ef hægt væri að koma á föstu styrkjakerfi til þess að styðja við þau fyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu skref á markaðnum myndi það breyta miklu.“ Jónas Björgvin Antonsson, framkvæmdastjóri Gogogic, tekur undir orð Guðbjargar Eddu og segir Athafnavikuna mikilvæga áminningu um að möguleikarnir til sköpunar í samfélaginu séu margir. „Þetta minnir fólk á að það er þetta „eitthvað annað“ sem er til,“ segir Jónas. „Það felst fyrst og fremst í því að einhver þarna úti tekur sig til og ákveður að gera eitthvað annað.“ Jónas segir að stóra skrefið í átt til nýsköpunnar sé að taka ákvörðunina og láta verða af hlutunum og það sé ekki nóg að tala bara við eldhúsborðið. Hann segir umhverfið á Íslandi vera jákvætt til frumkvöðlastarfssemi. „Það á að hrósa því sem vel er gert. Eins að það er auðvelt að hefjast handa og það er svakalega mikilvægt,“ segir Jónas. „Auðvitað tekst ekki allt en það er athafnasemin sem er svo mikilvæg. Það orkar allt tvímælis þá gert er. Maður getur aldrei horft í baksýnisspegilinn og sagt: Þetta voru klárlega mistök.“sunna@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira