Ekki nóg að tala við eldhúsborðið 13. nóvember 2010 07:00 Jónas Björgvin Antonsson segir Athafnavikuna minna á að möguleikarnir til sköpunar séu margir. fréttablaðið/gva Alþjóðlega athafnavikan hefst á mánudaginn og stendur til laugardagsins kemur. Um 50 aðilar taka þátt í viðburðum vikunnar sem munu eiga sér stað um land allt. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis, segir framtakið afar mikilvægt fyrir þau fjölmörgu fyrirtæki sem séu að stíga sín fyrstu skref og það gefi frumkvöðlastarfsemi nauðsynlega vítamínsprautu. „Þetta er mjög jákvætt í allri neikvæðninni,“ segir Guðbjörg Edda. „Þetta sýnir að fólk getur fengið mörgu áorkað í dag þrátt fyrir árferðið og vilji er í raun allt sem þarf.“ Guðbjörg Edda segir margt jákvætt hafa átt sér stað hvað varðar stuðning við sprotafyrirtæki á síðustu árum, en alltaf megi gera betur. Mikil gróska sé í frumkvöðlastarfsemi í landinu og nauðsynlegt sé að styðja við þennan hluta markaðarins til þess að fyrirtækin nái að dafna og festa rætur. „Fjármagnið hefur alltaf verið erfitt og það er sennilega enn þá erfiðara núna,“ segir hún. „Ef hægt væri að koma á föstu styrkjakerfi til þess að styðja við þau fyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu skref á markaðnum myndi það breyta miklu.“ Jónas Björgvin Antonsson, framkvæmdastjóri Gogogic, tekur undir orð Guðbjargar Eddu og segir Athafnavikuna mikilvæga áminningu um að möguleikarnir til sköpunar í samfélaginu séu margir. „Þetta minnir fólk á að það er þetta „eitthvað annað“ sem er til,“ segir Jónas. „Það felst fyrst og fremst í því að einhver þarna úti tekur sig til og ákveður að gera eitthvað annað.“ Jónas segir að stóra skrefið í átt til nýsköpunnar sé að taka ákvörðunina og láta verða af hlutunum og það sé ekki nóg að tala bara við eldhúsborðið. Hann segir umhverfið á Íslandi vera jákvætt til frumkvöðlastarfssemi. „Það á að hrósa því sem vel er gert. Eins að það er auðvelt að hefjast handa og það er svakalega mikilvægt,“ segir Jónas. „Auðvitað tekst ekki allt en það er athafnasemin sem er svo mikilvæg. Það orkar allt tvímælis þá gert er. Maður getur aldrei horft í baksýnisspegilinn og sagt: Þetta voru klárlega mistök.“sunna@frettabladid.is Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Alþjóðlega athafnavikan hefst á mánudaginn og stendur til laugardagsins kemur. Um 50 aðilar taka þátt í viðburðum vikunnar sem munu eiga sér stað um land allt. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis, segir framtakið afar mikilvægt fyrir þau fjölmörgu fyrirtæki sem séu að stíga sín fyrstu skref og það gefi frumkvöðlastarfsemi nauðsynlega vítamínsprautu. „Þetta er mjög jákvætt í allri neikvæðninni,“ segir Guðbjörg Edda. „Þetta sýnir að fólk getur fengið mörgu áorkað í dag þrátt fyrir árferðið og vilji er í raun allt sem þarf.“ Guðbjörg Edda segir margt jákvætt hafa átt sér stað hvað varðar stuðning við sprotafyrirtæki á síðustu árum, en alltaf megi gera betur. Mikil gróska sé í frumkvöðlastarfsemi í landinu og nauðsynlegt sé að styðja við þennan hluta markaðarins til þess að fyrirtækin nái að dafna og festa rætur. „Fjármagnið hefur alltaf verið erfitt og það er sennilega enn þá erfiðara núna,“ segir hún. „Ef hægt væri að koma á föstu styrkjakerfi til þess að styðja við þau fyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu skref á markaðnum myndi það breyta miklu.“ Jónas Björgvin Antonsson, framkvæmdastjóri Gogogic, tekur undir orð Guðbjargar Eddu og segir Athafnavikuna mikilvæga áminningu um að möguleikarnir til sköpunar í samfélaginu séu margir. „Þetta minnir fólk á að það er þetta „eitthvað annað“ sem er til,“ segir Jónas. „Það felst fyrst og fremst í því að einhver þarna úti tekur sig til og ákveður að gera eitthvað annað.“ Jónas segir að stóra skrefið í átt til nýsköpunnar sé að taka ákvörðunina og láta verða af hlutunum og það sé ekki nóg að tala bara við eldhúsborðið. Hann segir umhverfið á Íslandi vera jákvætt til frumkvöðlastarfssemi. „Það á að hrósa því sem vel er gert. Eins að það er auðvelt að hefjast handa og það er svakalega mikilvægt,“ segir Jónas. „Auðvitað tekst ekki allt en það er athafnasemin sem er svo mikilvæg. Það orkar allt tvímælis þá gert er. Maður getur aldrei horft í baksýnisspegilinn og sagt: Þetta voru klárlega mistök.“sunna@frettabladid.is
Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira