Fótbolti

Blanc boðið að taka við franska landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Laurent Blanc, knattspyrnustjóri Bordeaux.
Laurent Blanc, knattspyrnustjóri Bordeaux. Nordic Photos / AFP

Laurent Blanc stendur til boða að taka við stöðu landsliðsþjálfara í Frakklandi eftir að HM í Suður-Afríku lýkur í sumar.

Raymond Domenech er núverandi landsliðsþjálfari en er sagður ætla að hætta eftir HM í sumar.

Blanc hefur náð góðum árangri með Bordeaux en forseti franska knattspyrnusambandsins, Jean-Piuerre Escalettes, segir nú ákvörðunina í höndum Blanc.

„Lauernt Blanc er samningsbundinn til 2011. Það eru fjórir leikir eftir af tímabilinu og hann þarf að fá að vinna í friði. Hann mun svo taka ákvörðun eftir að tímabilinu lýkur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×