Erlent

Lög um reykingabann á opinberum stöðum samþykkt í Paragvæ

Íbúum Paragvæ er ekki lengur heimilt að kveikja sér í sígarettum á veitingastöðum, knæpum og verslunarmiðstöðum. Þingmenn samþykktu frumvarp þess efnis fyrir helgi.

Reykingar eru bannaðar á veitingastöðum og knæpum víða um heim. Árið 2004 tók slíkt bann gildi í Noregi og á Írlandi og ári síðar í Svíþjóð. Þar voru þó reykherbergi leyfð með skilyrðum. Slík lög tóku gildi hér á landi í júní fyrir þremur árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×