Íslenski boltinn

Atli Viðar framlengdi við FH

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson hefur framlengt samningi sínum við FH til ársins 2012. Núverandi samningur Atla við félagið átti að renna út á næstu dögum.

Atli var einn heitasti bitinn á leikmannamarkaðnum og vekur nokkra athygli hversu fljótir FH-ingar voru að ganga frá hans málum því búast mátti við ágangi annarra liða í hann.

Honum líður samt greinilega mjög vel í FH og verður þar áfram til ársins 2012 en Atli Viðar hefur leikið með FH síðan 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×