Innlent

Búrka-bófar rændu banka í Frakklandi

Konur í Búrkum.
Konur í Búrkum.

Tveir einstaklingar klæddir í Búrka, sem er trúarlegur klæðnaður múslímskra kvenna, rændu banka í París á dögunum og komust í burtu með tæpa milljón. Ránið átti sér stað um miðjan dag í hverfinu Athis Mons en langflestir íbúar hverfsins eru múslimar frá Norður-Afríku.

Ránið hefur vakið gríðarlega athygli í Frakklandi í ljósi þess að heit umræða hefur geisað þar í landi hvort eigi að banna Búrka í opinberum byggingum og almenningssamgöngum. Aðrir vilja banna Búrka alfarið.

Meðal þeirra sem vilja bannað klæðnaðinn er forseti Frakklands, Nicholas Sarkozy en hann hefur sagt klæðnaðinn ógna öryggi auk þess sem hann er tilvalið skálkaskjól hryðjuverkamanna og glæpamanna.

Í ljósi ránsins, sem er það fyrsta í Frakklandi, hefur umræðan sprottið upp á ný enda ógjörningur að bera kennsl á ræningjana tvo sem komust undan með ránsféð.

Opinber nefnd í Frakklandi hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að banna eigi klæðnaðinn í opinberum byggingum og almennum samgöngutækjum. En eins og gefur að skilja þá er umræðan sérstaklega eldfim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×