Innlent

Kveðskapur gegnir hlutverki í grunnskólum

Sálmar eru órjúfanlegur hluti kveðskapar, segir prófessor í félagsfræði og meðlimur í Gideonfélaginu.  Fréttablaðið/vilhelm
Sálmar eru órjúfanlegur hluti kveðskapar, segir prófessor í félagsfræði og meðlimur í Gideonfélaginu. Fréttablaðið/vilhelm
„Ef kenna á börnum kveðskap þá verður ekki skautað framhjá sálmum. Ef þeim sleppir þá er skólinn ekki að gegna hlutverki sínu og skyldum,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og meðlimur í Gídeonfélaginu.

Félagið hefur gefið grunnskólabörnum Nýja testamentið í hátt í sextíu ár. Rúnar segir ekki ljóst hvar Nýja testamentið fellur í tillögum mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um takmarkanir við aðgangi trúfélaga að skólastarfi í borginni.

Í niðurstöðum skýrslu starfshóps um um samstarf kirkju og skóla frá 2007 segir að kennarar innan leik- og grunnskóla beri ábyrgð á kennslu, trúarlegri listsköpun og fræðslu barna um trúarbrögð, lífsskoðanir og kristilegt siðgæði. Þar segir að komi upp ágreiningur skuli beina athugasemdum til Leikskóla- eða Menntasviðs Reykjavíkur­borgar. Af og til koma athugasemdir frá foreldrum um það sem þeir telja trúboð í skólum, samkvæmt upplýsingum frá Mennta- og leikskólasviði borgarinnar.

Fjallað verður um tillögur mannréttindaráðs á fundi þess í dag og er stefnt að því að tillagan verði tekin fyrir hjá borgarráði í nóvember. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×