Innlent

Össur búinn að ræða við Miliband

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Össur Skarphéðinsson ræddi við Miliband í dag. Mynd/ Anton.
Össur Skarphéðinsson ræddi við Miliband í dag. Mynd/ Anton.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti símafund með David Miliband, utanríkisráðherra Breta, eftir hádegið í dag vegna stöðunnar í Icesave. „Við fórum yfir stöðuna og það var alveg ljóst að hann þekkti hana mjög vel. Hann var vonsvikinn yfir þessu og það er þungt hljóð í Bretum" sagði Össur eftir símafundinn. Þá sagði Miliband ennfremur við Össur að það væru engar vísbendingar um að Bretar myndu beita sér gegn Íslendingum innan AGS.

Össur talaði við Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, í gær sem gæti verið ástæða þess að hann dró til baka yfirlýsingar Sigbjörns Johnsen um að norsk stjórnvöld muni ekki taka afstöðu til þess hvort þau láni Íslandi í tengslum við áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrr en eftir að þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave er lokið.

„Strax eftir yfirlýsingu forsetans komu neikvæðar yfirlýsingar frá Norðurlöndum og við fórum í það að það reyna snúa niður í þeim. Það allavega leiddi til þess að í kjölfar þeirra samtala sem ég átti meðal annars við Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs að hann gaf yfirlýsingu seint í gærkvöldi þar sem hann sagði það að þessi staða í Icesave ætti ekki að verða til þess að tefja lánin. Það skiptir mjög miklu máli til þess að við náum árangri, að lágmarka skaðann af þessari stöðu og reyna vinna úr henni," segir Össur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×