Innlent

Gunnar Birgisson vill fyrsta sætið

Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi rann út á hádegi í gær. Þrettán gefa kost á sér í prófkjörinu sem fer fram 20.febrúar.

Gunnar I. Birgisson fyrrum bæjarstjóri hefur gefið út að hann stefni á fyrsta sæti listans, en ekki er vitað til þess að einhver ætli á móti Gunnari í fyrsta sætið. Ármann Kr. Ólafsson fyrrum þingmaður hefur verið nefndur í því sambandi en í samtali við fréttastofu í morgun sagðist Ármann ekki hafa tekið neina ákvörðun enn.

Gunnsteinn Sigurðsson sem tók við af Gunnari sem bæjarstjóri fyrir um ári síðan ætlar ekki að gefa kost á sér í prófkjörinu. Því gæti farið svo að Gunnar verði eini valkostur Sjálfstæðismanna í fyrsta sæti listans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×