Innlent

Skíðasvæði opin í Tindastól, Siglufirði og Dalvík

Skíðasvæðið í Tindastól í Skagafirði er opið í dag og verður til klukkan fjögur. Þar er sunnan gola og 3 stiga hiti og veður með besta móti að sögn starfsmanna.

Þá er einnig opið á skíðasvæðinu á Siglufirði frá klukkan ellefu til fjögur. Veðrið er gott að sögn starfsmanna, þar er Suðvestan átt 4-7 metrar á sekúndu, sex stiga hiti og léttskýjað. Færið er mjög gott.

Einnig er opið í Böggvistaðafjalli frá klukkan klukkan tólf í dag til fjögur. veðrið er gott að sögn starfsmanna, þar er logn og 5 stiga hiti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×