Innlent

Beittu piparúða á farþega bifreiðar

Nokkuð var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt þó flest málin hafi verið minniháttar.

Rétt fyrir klukkan hálf sex í morgun stöðvaði lögregla hinsvegar bíl í Tryggvagötu og urðu farþegar í aftursæti bílsins eitthvað ósáttir við afskipti lögreglunnar.

Það endaði með því að tveir farþeganna réðust að lögreglumönnum, sem þurftu að beita piparúða. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslum og verða teknir fyrir í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×