Neitaði að ræða við Jón Baldvin í miðju viðtali 10. janúar 2010 11:17 Jón Baldvin Hannibalsson. „Ég verð því miður að ræða þetta við Jón á öðrum nótum. Ég tek ekki þátt í svona umræðum um keypta sérhagsmunapotara," sagði Friðrik Arngrímsson, framkvæmdarstjóri LÍÚ en það sló í brýnu á milli hans og Jón Baldvins Hannibalssonar, fyrrum ráðherra, í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi sem blaðamaðurinn Sigurjón M. Egilsson sér um. Þeir tókust á um stöðu sjávarútvegsins og hvaða áhrif aðild að ESB hefði á íslenskan sjávariðnað. Viðtalið hófst á því að Jón Baldvin tók sérstaklega fram að Friðrik væri með launaða hagsmuni og það yrði að taka það skýrt fram. Hann benti á til samanburðar þjóðmálaumræðuna í Bandaríkjunum og sagði það alltaf tekið sérstaklega fram ef rætt væri við launaðan hagsmunagæslumann. Friðrik Arngrímsson, framkvæmdarstjóri LÍÚ. Fékk nóg þegar hann var sakaður um að vera launaður hagsmunapotari. Um miðbik viðtalsins gafst Friðrik upp og sagðist eingöngu svara spurningum og eiga í samskiptum við þáttastjórnandann Sigurjón. Jón Baldvin sakaði meðal annars Friðrik að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni um áhrif Evrópusambandsins á sjávaútveginn og sakaði þá, sem eru andstæðingar ESB, að vera með alvarlega ásakanir í garð þeirra sem væru hlynntir því, eins og landráðabrigsl. Slíkt væri ótækt í umræðunni. Í samtalinu kom þó fram að sjávarútvegurinn er gríðarlega skuldsettur en skuldirnar eru um fimmhundruð milljarðar að sögn Friðriks. Jón Baldvin vildi meina að þær væru nærri sex hundruð milljarðar. Þá var Jón Baldvin vonlítill um að Íslendingar gætu haldið fjárfestingarétti sínum yfir íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum þar sem iðnaðurinn væri eins skuldugur og raun ber vitni. Jón Baldvin sagði hinsvegar alveg ljóst að Ísland héldi yfirráðum sínum yfir fiskveiðisvæðinu. Sameiginlega fiskveiðikerfið væri frekar hugsað fyrir þau Evrópulönd sem veiði á sömu miðum. Slíkt eigi ekki við Íslendinga.Friðrik sagði að það skipti sköpum að Íslendingar færu sjálfir með samningaforræðið yfir deilistofnum en óttast að það verði ekki unnt um að halda því. Því myndi ráðherraráð ESB taka ákvarðanir um það fyrir hönd Íslendinga. Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
„Ég verð því miður að ræða þetta við Jón á öðrum nótum. Ég tek ekki þátt í svona umræðum um keypta sérhagsmunapotara," sagði Friðrik Arngrímsson, framkvæmdarstjóri LÍÚ en það sló í brýnu á milli hans og Jón Baldvins Hannibalssonar, fyrrum ráðherra, í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi sem blaðamaðurinn Sigurjón M. Egilsson sér um. Þeir tókust á um stöðu sjávarútvegsins og hvaða áhrif aðild að ESB hefði á íslenskan sjávariðnað. Viðtalið hófst á því að Jón Baldvin tók sérstaklega fram að Friðrik væri með launaða hagsmuni og það yrði að taka það skýrt fram. Hann benti á til samanburðar þjóðmálaumræðuna í Bandaríkjunum og sagði það alltaf tekið sérstaklega fram ef rætt væri við launaðan hagsmunagæslumann. Friðrik Arngrímsson, framkvæmdarstjóri LÍÚ. Fékk nóg þegar hann var sakaður um að vera launaður hagsmunapotari. Um miðbik viðtalsins gafst Friðrik upp og sagðist eingöngu svara spurningum og eiga í samskiptum við þáttastjórnandann Sigurjón. Jón Baldvin sakaði meðal annars Friðrik að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni um áhrif Evrópusambandsins á sjávaútveginn og sakaði þá, sem eru andstæðingar ESB, að vera með alvarlega ásakanir í garð þeirra sem væru hlynntir því, eins og landráðabrigsl. Slíkt væri ótækt í umræðunni. Í samtalinu kom þó fram að sjávarútvegurinn er gríðarlega skuldsettur en skuldirnar eru um fimmhundruð milljarðar að sögn Friðriks. Jón Baldvin vildi meina að þær væru nærri sex hundruð milljarðar. Þá var Jón Baldvin vonlítill um að Íslendingar gætu haldið fjárfestingarétti sínum yfir íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum þar sem iðnaðurinn væri eins skuldugur og raun ber vitni. Jón Baldvin sagði hinsvegar alveg ljóst að Ísland héldi yfirráðum sínum yfir fiskveiðisvæðinu. Sameiginlega fiskveiðikerfið væri frekar hugsað fyrir þau Evrópulönd sem veiði á sömu miðum. Slíkt eigi ekki við Íslendinga.Friðrik sagði að það skipti sköpum að Íslendingar færu sjálfir með samningaforræðið yfir deilistofnum en óttast að það verði ekki unnt um að halda því. Því myndi ráðherraráð ESB taka ákvarðanir um það fyrir hönd Íslendinga.
Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira