Innlent

Sérsveitin handtók mann með platbyssu

Sérsveit ríkislögreglustjórans var kölluð út í nótt eftir að lögreglan á Akranesi fékk tilkynningu um vopnaðan mann á skemmtistað á Akranesi. Viðbúnaður var mikill að sögn lögreglu.

Maðurinn lét ekki ófriðlega á skemmtistaðnum en gestir virðast hafa orðið varir við vopnið og því fékk lögreglan tilkynninguna. Þegar maðurinn var handtekinn kom í ljós að um eftirlíkingu af vopni væri að ræða.

Að sögn varðstjóra ógnaði maðurinn engum né var hann með nokkur fíkniefni á sér. Lögreglan yfirheyrði manninn í nótt en sleppti honum nú í morgunsárið. Aðspurður sagðist varðstjóri ekki ljóst hvort maðurinn verði kærður fyrir eitthvert brot. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×