Erlent

Wikileaks neytt til þess að breyta um vefslóð

Julian Assange.
Julian Assange.

Forsvarsmenn Wikileaks-síðunnar hafa neyðst til þess að breyta um vefslóð eftir að hýsilfyrirtækið EveryDNS.net eyddi síðunni.

Á vef BBC segir talsmaður hýsilfyritækisins að þeir hafi neyðst til þess að loka síðunni vegna ítrekaðra árása tölvuþrjóta á uppljóstrunarsíðuna.

Það kemur þó ekki að sök því Wikileaks hefur opnað síðuna á ný og nota til þess svissneska vefslóð.

Talsmenn Wikileaks hafa nýtt sér Twitter til þess að koma þeim skilaboðum áleiðis til lesanda síðunnar að dreifa upplýsingunum sem finna má á síðunni svo netnotendur um allan heim geti nálgast upplýsingarnar öllum stundum.

Eins og kunnugt er þá hefur síðan birt fjöldann allan af leyniskjölum sem sýna samskipti sendiráða út um allan heim við bandarísk sendiráð.

Stofnandi síðunnar, Julian Assange, fer nú huldi höfði eftir að sænsk yfirvöld gáfu út handtökuskipun á hann vegna meintra kynferðisbrota þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×