Stúdentar óánægðir með námsval í sumar Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. apríl 2010 20:20 Nemendur segja að þeim standi ekki eins mikið val til boða og þeir töldu í fyrstu. Mynd/ Anton Brink. Stúdentar við Háskóla Íslands eru síður en svo ánægðir með það námsúrval sem þeim stendur til boða í sumar, segir Jens Fjalar Skaptason, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hann segir að fyrir um það bil tveimur mánuðum hafi Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra tilkynnt að það yrðu um 100 - 200 sumarpróf í boði við Háskólann. „Eins og staðan er núna hafa háskólayfirvöld ekki uppfyllt þessar yfirlýsingar Katrínar," segir Jens. Listinn yfir þau sumarpróf sem í boði verða var birtur í gær. Sumarnám verður ekki í boði með sama sniði og í fyrra heldur verður um að ræða próf sem stúdentum stendur til boða að taka auk þess sem þeir geta skilað inn verkefnum. „Þetta er mjög lítið úrval af námskeiðum, ef við horfum bara á þessi námskeið - þessi sumarpróf. Verkefnin eru annað," segir Jens. „Nemendur voru búnir að gera ráð fyrir því að það yrðu 100 - 200 sumarpróf, en svo kemur þessi skellur. Þetta eru námskeið sem að henta ekki næstum því öllum. Það eru mjög margir nemendur sem geta ekki nýtt sér þetta," segir Jens. Hann segir að niðurstaðan sé alls ekki í takti við það sem menntamálaráðherra hafi lofað. Hann bendir á að ráðuneytið hafi ekki veitt Háskólanum neitt aukið fjármagn til að halda þessi próf. „Þetta virðist vera það eina sem Háskólinn getur útvegað eins og staðan er núna og við erum að leita að leiðum til þess að fá fleiri námskeið í gegn, hvort sem það er í gegnum Háskólann eða í gegnum ríkið," segir Jens. Í tilkynningu sem Háskóli Íslands sendi frá sér í dag kom fram að skólinn hafi boðið um 60 próf í grunnnámi ásamt 11 sérstökum námskeiðum sem aðeins verða kennd í sumar og ljúki með prófi í ágúst. Í skipulagi skólans væri ekki gert ráð fyrir prófum í ágúst og niðurskurður á rekstrarfé til skólans gerði honum erfitt um vik. Engu að síður reyndi Háskólinn að bjóða upp á eins mörg próf nú í ágúst og kostur væri. Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Stúdentar við Háskóla Íslands eru síður en svo ánægðir með það námsúrval sem þeim stendur til boða í sumar, segir Jens Fjalar Skaptason, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hann segir að fyrir um það bil tveimur mánuðum hafi Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra tilkynnt að það yrðu um 100 - 200 sumarpróf í boði við Háskólann. „Eins og staðan er núna hafa háskólayfirvöld ekki uppfyllt þessar yfirlýsingar Katrínar," segir Jens. Listinn yfir þau sumarpróf sem í boði verða var birtur í gær. Sumarnám verður ekki í boði með sama sniði og í fyrra heldur verður um að ræða próf sem stúdentum stendur til boða að taka auk þess sem þeir geta skilað inn verkefnum. „Þetta er mjög lítið úrval af námskeiðum, ef við horfum bara á þessi námskeið - þessi sumarpróf. Verkefnin eru annað," segir Jens. „Nemendur voru búnir að gera ráð fyrir því að það yrðu 100 - 200 sumarpróf, en svo kemur þessi skellur. Þetta eru námskeið sem að henta ekki næstum því öllum. Það eru mjög margir nemendur sem geta ekki nýtt sér þetta," segir Jens. Hann segir að niðurstaðan sé alls ekki í takti við það sem menntamálaráðherra hafi lofað. Hann bendir á að ráðuneytið hafi ekki veitt Háskólanum neitt aukið fjármagn til að halda þessi próf. „Þetta virðist vera það eina sem Háskólinn getur útvegað eins og staðan er núna og við erum að leita að leiðum til þess að fá fleiri námskeið í gegn, hvort sem það er í gegnum Háskólann eða í gegnum ríkið," segir Jens. Í tilkynningu sem Háskóli Íslands sendi frá sér í dag kom fram að skólinn hafi boðið um 60 próf í grunnnámi ásamt 11 sérstökum námskeiðum sem aðeins verða kennd í sumar og ljúki með prófi í ágúst. Í skipulagi skólans væri ekki gert ráð fyrir prófum í ágúst og niðurskurður á rekstrarfé til skólans gerði honum erfitt um vik. Engu að síður reyndi Háskólinn að bjóða upp á eins mörg próf nú í ágúst og kostur væri.
Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira