Innlent

Mesta dópmál í sögu Akureyrar

Akureyrarlögreglan fann 1,2 kíló af amfetamíni og 100 grömm af hassi þegar ráðist var í húsleitir á þremur stöðum samtímis á þriðjudagskvöldið var.

Tveir menn, á fimmtugs- og þrítugsaldri, sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins, sem er stærsta fíkniefnamál sem nokkru sinni hefur komið upp í bænum. Sá eldri situr inni til 1. maí en hinn til 26. apríl. Einnig fannst rými sem ljóst þykir að hafi verið notað til kannabisframleiðslu. Þar var lagt hald á tólf hitalampa og annan búnað, en engar plöntur voru á staðnum.

Gunnar Jóhannes Jóhannsson, yfirmaður rannsóknardeildar, segir að um fimmtán lögreglumenn frá Akureyri, Blönduósi og embætti Ríkislögreglustjóra hafi tekið þátt í aðgerðinni. - sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×