Innlent

Baggalútsmaður lofar stuði í Reykjavík

Jón Hákon Halldórsson og Breki Logason skrifar
Karl Sigurðsson er í fimmta sæti Besta flokksins í Reykjavík og á þar með öruggt sæti inni samkvæmt fyrstu tölum.
Karl Sigurðsson er í fimmta sæti Besta flokksins í Reykjavík og á þar með öruggt sæti inni samkvæmt fyrstu tölum.
Mikil gleði ríkti á kosningavöku Besta flokksins í Iðusölum, þegar fréttamann Stöðvar 2 og Vísis bar að garði þar í kvöld. Karl Sigurðsson, einn af forsprökkum Baggalúts og fimmti maður á lista Besta flokksins, sagðist vera himinnlifandi með árangur flokksins.

Aðspurður um það hvort hann væri reiðubúinn til þess að sitja fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur næstu fjögur árin sagðist hann hafa setið fundi áður. Hann hefði til að mynda setið í nemendaráði í Menntaskólanum í Hamrahlíð og því hefði fylgt fundarsetur.

Karl sagði að það væri alltaf stuð hjá Besta flokknum og það hefði verið reglulega gaman í aðdraganda kosninga. Það yrði stuð í Reykjavík framundan.




Tengdar fréttir

Sigmundur Davíð ætlar að kynna sér niðurstöðurnar betur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi ekki veita fréttamanni á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis viðtal þegar hann falaðist eftir því á Austurvelli um ellefuleytið í kvöld. Hann strunsaði yfir Austurvöll og sagðist ætla að kynna sér betur niðurstöðurnar.

Dagur: Krafa um breytingar

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar sagði við Samfylkingarmenn að skilaboðin úr kjörkössunum í dag væri krafa um breytingar. Hann sagði að kosningabaráttan hefði verið ein sú óvenjulegasta sem hann hefði upplifað. Samfélagið hefði gjörbreyst og það væru skrýtnir tímar. Nýtt framboð hefði engið 38% en Samfylkingin hefði hins vegar haldið sínu fylgi frá því fyrir fjórum árum síðan.

Hjálmar gleðst yfir árangrinum

Hjálmar Sveinsson, fjórði maður á lista Samfylkingarinnar, er nýr borgarfulltrúi í Reykjavík samkvæmt fyrstu tölum sem birtust rétt eftir klukkan tíu.

Hanna Birna: Sjálfstæðisflokkurinn í stórsókn

Sjálfstæðisflokkurinn er í stórsókn í Reykjavík, sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, þegar að hún ávarpaði sjálfstæðismenn á kosningavöku á Nordica Hótel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×