Brenndu sænska jólageit við Ikea Valur Grettisson skrifar 23. desember 2010 10:46 Brennandi jólageit. Óprúttnir aðilar kveiktu í fimm metra hárri jólageit sem stóð fyrir utan Ikea í Garðabæ í nótt. Slökkviliðið var kallað á vettvang og réði niðurlögum eldsins án nokkurra vandkvæða. Geitin stóð á lóð Ikea en nærliggjandi mannvirki voru ekki í hættu vegna eldsins. Samkvæmt upplýsingum frá Ikea tilheyrir strágeitin sænskri jólahefð sem kallast Gävlebocken. Gävle er borið fram sem Jevle og er bær í Svíþjóð. Samkvæmt upplýsingum frá Ikea þá er það engin nýlunda að geitin sé brennd með svo fólskulegum hætti en alls hefur geitin verið brennd 32 sinnum frá árinu 1966 á Sluttstorginu í Gävle . Þannig hefur geitin verið brennd eða eyðilögð með einhverjum hætti næstum árlega frá því hún var fyrst sett upp í bænum. Jólageitin áður en hún var brennd. Það varð til þess að forsvarsmenn hættu að setja hana upp um tíma. Að lokum var hún endurreist, en þá með strangri öryggisgæslu. Það skipti engu því eitt skiptið þegar verðirnir fóru í kaffi snéru þeir aftur til þess eins og að finna geitina í ljósum logum. Það var síðast í byrjun desember á þessu ári sem brennuvargar reyndu að kveikja í geitinni. Þeim tókst það þó ekki. Um miðjan desember birtust fréttir á sænskum vefsíðum um að einum öryggisverði hefði verið boðnar mútur til þess að yfirgefa varðstöð sína svo þjófar gætu rænt geitinni með aðstoð þyrlu og flutt hana til Stokkhólms. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þá hefur enginn verið handtekinn vegna málsins. Lögreglan tók hinsvegar skýrslu af þremur ungum mönnum sem komu keyrandi á vettvang þegar slökkvistarfi stóð sem hæst um klukkan fjögur í nótt. Þeir eru þó ekkert sérstaklega grunaðir um verknaðinn að sögn varðstjóra lögreglunnar. Hafi einhver upplýsingar um málið er hinum sama bent á að hafa samband við lögregluna. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Óprúttnir aðilar kveiktu í fimm metra hárri jólageit sem stóð fyrir utan Ikea í Garðabæ í nótt. Slökkviliðið var kallað á vettvang og réði niðurlögum eldsins án nokkurra vandkvæða. Geitin stóð á lóð Ikea en nærliggjandi mannvirki voru ekki í hættu vegna eldsins. Samkvæmt upplýsingum frá Ikea tilheyrir strágeitin sænskri jólahefð sem kallast Gävlebocken. Gävle er borið fram sem Jevle og er bær í Svíþjóð. Samkvæmt upplýsingum frá Ikea þá er það engin nýlunda að geitin sé brennd með svo fólskulegum hætti en alls hefur geitin verið brennd 32 sinnum frá árinu 1966 á Sluttstorginu í Gävle . Þannig hefur geitin verið brennd eða eyðilögð með einhverjum hætti næstum árlega frá því hún var fyrst sett upp í bænum. Jólageitin áður en hún var brennd. Það varð til þess að forsvarsmenn hættu að setja hana upp um tíma. Að lokum var hún endurreist, en þá með strangri öryggisgæslu. Það skipti engu því eitt skiptið þegar verðirnir fóru í kaffi snéru þeir aftur til þess eins og að finna geitina í ljósum logum. Það var síðast í byrjun desember á þessu ári sem brennuvargar reyndu að kveikja í geitinni. Þeim tókst það þó ekki. Um miðjan desember birtust fréttir á sænskum vefsíðum um að einum öryggisverði hefði verið boðnar mútur til þess að yfirgefa varðstöð sína svo þjófar gætu rænt geitinni með aðstoð þyrlu og flutt hana til Stokkhólms. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þá hefur enginn verið handtekinn vegna málsins. Lögreglan tók hinsvegar skýrslu af þremur ungum mönnum sem komu keyrandi á vettvang þegar slökkvistarfi stóð sem hæst um klukkan fjögur í nótt. Þeir eru þó ekkert sérstaklega grunaðir um verknaðinn að sögn varðstjóra lögreglunnar. Hafi einhver upplýsingar um málið er hinum sama bent á að hafa samband við lögregluna.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira