Brenndu sænska jólageit við Ikea Valur Grettisson skrifar 23. desember 2010 10:46 Brennandi jólageit. Óprúttnir aðilar kveiktu í fimm metra hárri jólageit sem stóð fyrir utan Ikea í Garðabæ í nótt. Slökkviliðið var kallað á vettvang og réði niðurlögum eldsins án nokkurra vandkvæða. Geitin stóð á lóð Ikea en nærliggjandi mannvirki voru ekki í hættu vegna eldsins. Samkvæmt upplýsingum frá Ikea tilheyrir strágeitin sænskri jólahefð sem kallast Gävlebocken. Gävle er borið fram sem Jevle og er bær í Svíþjóð. Samkvæmt upplýsingum frá Ikea þá er það engin nýlunda að geitin sé brennd með svo fólskulegum hætti en alls hefur geitin verið brennd 32 sinnum frá árinu 1966 á Sluttstorginu í Gävle . Þannig hefur geitin verið brennd eða eyðilögð með einhverjum hætti næstum árlega frá því hún var fyrst sett upp í bænum. Jólageitin áður en hún var brennd. Það varð til þess að forsvarsmenn hættu að setja hana upp um tíma. Að lokum var hún endurreist, en þá með strangri öryggisgæslu. Það skipti engu því eitt skiptið þegar verðirnir fóru í kaffi snéru þeir aftur til þess eins og að finna geitina í ljósum logum. Það var síðast í byrjun desember á þessu ári sem brennuvargar reyndu að kveikja í geitinni. Þeim tókst það þó ekki. Um miðjan desember birtust fréttir á sænskum vefsíðum um að einum öryggisverði hefði verið boðnar mútur til þess að yfirgefa varðstöð sína svo þjófar gætu rænt geitinni með aðstoð þyrlu og flutt hana til Stokkhólms. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þá hefur enginn verið handtekinn vegna málsins. Lögreglan tók hinsvegar skýrslu af þremur ungum mönnum sem komu keyrandi á vettvang þegar slökkvistarfi stóð sem hæst um klukkan fjögur í nótt. Þeir eru þó ekkert sérstaklega grunaðir um verknaðinn að sögn varðstjóra lögreglunnar. Hafi einhver upplýsingar um málið er hinum sama bent á að hafa samband við lögregluna. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Óprúttnir aðilar kveiktu í fimm metra hárri jólageit sem stóð fyrir utan Ikea í Garðabæ í nótt. Slökkviliðið var kallað á vettvang og réði niðurlögum eldsins án nokkurra vandkvæða. Geitin stóð á lóð Ikea en nærliggjandi mannvirki voru ekki í hættu vegna eldsins. Samkvæmt upplýsingum frá Ikea tilheyrir strágeitin sænskri jólahefð sem kallast Gävlebocken. Gävle er borið fram sem Jevle og er bær í Svíþjóð. Samkvæmt upplýsingum frá Ikea þá er það engin nýlunda að geitin sé brennd með svo fólskulegum hætti en alls hefur geitin verið brennd 32 sinnum frá árinu 1966 á Sluttstorginu í Gävle . Þannig hefur geitin verið brennd eða eyðilögð með einhverjum hætti næstum árlega frá því hún var fyrst sett upp í bænum. Jólageitin áður en hún var brennd. Það varð til þess að forsvarsmenn hættu að setja hana upp um tíma. Að lokum var hún endurreist, en þá með strangri öryggisgæslu. Það skipti engu því eitt skiptið þegar verðirnir fóru í kaffi snéru þeir aftur til þess eins og að finna geitina í ljósum logum. Það var síðast í byrjun desember á þessu ári sem brennuvargar reyndu að kveikja í geitinni. Þeim tókst það þó ekki. Um miðjan desember birtust fréttir á sænskum vefsíðum um að einum öryggisverði hefði verið boðnar mútur til þess að yfirgefa varðstöð sína svo þjófar gætu rænt geitinni með aðstoð þyrlu og flutt hana til Stokkhólms. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þá hefur enginn verið handtekinn vegna málsins. Lögreglan tók hinsvegar skýrslu af þremur ungum mönnum sem komu keyrandi á vettvang þegar slökkvistarfi stóð sem hæst um klukkan fjögur í nótt. Þeir eru þó ekkert sérstaklega grunaðir um verknaðinn að sögn varðstjóra lögreglunnar. Hafi einhver upplýsingar um málið er hinum sama bent á að hafa samband við lögregluna.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira