Innlent

Varað við stormi

Fólki er bent á að huga að lausum munum utandyra.
Fólki er bent á að huga að lausum munum utandyra.

Veðurstofan spáir að það geri storm á suðvestanverðu landinu og á miðhálendinu undir hádegi með vindstyrk upp á 15 til 23 metra á sekúndu og rigningu, en sumstaðar slyddu á hálendi.

Mun hægari og úrkomulaust verður á norðan- og austanverðu landinu fram á kvöld. Nokkuð er síðan svona hvasst hefur orðið suðvestanlands og því er fólki bent á að huga að lausum munum utandyra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×