Innlent

Marinó gefur fullyrðingum Þórólfs falleinkunn

Marinó G. Njálsson, ráðgjafi og stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna.
Marinó G. Njálsson, ráðgjafi og stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Marinó G. Njálsson, ráðgjafi og stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, segir Þórólf Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, bregðast frumskyldu sinni sem fræðimanns. Ennfremur gefur Marinó fullyrðinum Þórólfs falleinkunn í pistli á heimasíðu sinni og heldur því áfram að gagnrýni fræðimenn sem hafa tjáð sig undanfarna daga um Hagsmunasamtök heimilanna og almenna niðurfærslu lána.

Marinó gerir að umfjöllunarefni sínu pistil sem Þórólfur skrifaði nýverið í Fréttablaðið. Þar segir hagfræðiprófessorinn að flöt niðurfærsla húsnæðislána myndi ekki aðeins lækka skuldir heimilanna heldur myndi hún einnig hafa mikil neikvæð áhrif á eignahliðinni. „Efalítið yrði staða sumra heimila örlítið skárri eftir niðurfærslu en var áður. En fyrir mörg önnur heimili yrði niðurstaðan neikvæð. Flöt niðurfærsla húsnæðislána er því ekki fallin til að bæta stöðu heimilanna í landinu, þvert á móti," segir Þórólfur.

Um þetta segir Marinó: „Fullyrðing Þórólfs Matthíassonar fengi falleinkunn í mínu fagi, þar sem hún er algjörlega ósönnuð, ekki studd neinum rökum og engin næmnigreining er gerð á henni."






Tengdar fréttir

Ekki fávitar

Marinó G. Njálsson, stjórnarmaður hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, segir að það hafi alltaf legið fyrir að verði farið í almennar niðurfærslur lána verði hún bótaskyld. Þess vegna hafi samtökin talað fyrir þjóðarsátt. Hann gefur lítið fyrir yfirlýsingar lögfræðinga undanfarna daga og segir stjórnarmenn hjá samtökunum ekki vera fávita.

Segir almenna niðurfærslu vera eignarnám

Almenn niðurfærsla lána telst eignarnám, að mati Karls Axelssonar, hæstaréttarlögmanns og dósents við lagadeild HÍ. Hann segir að niðurfærslan verði að eiga sér stað með lagasetningu frá Alþingi og eigendur skuldabréfanna, þ.e kröfuhafar, verði að fá mismuninn greiddan sem bætur frá ríkinu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×