Fótbolti

Carragher á von á óblíðum mótttökum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney og Jamie Carragher.
Wayne Rooney og Jamie Carragher. Nordic Photos / Getty Images

Jamie Carragher á von á því að stuðningsmenn enska landsliðsins munu púa á hann þegar England mætir Mexíkó í vináttulandsleik á Wembley-leikvanginum á morgun.

Carragher hætti að spila með enska landsliðinu fyrir þremur árum síðan en ákvað að gefa aftur kost á sér fyrir HM í Suður-Afríku í sumar.

„Það hefur verið púað á betri leikmenn en mig,“ sagði Carragher við enska fjölmiðla. „Ef það gerist mun ég takast á við það.“

„En þetta verður ekkert vandamál fyrir mig. Ég veit vel að margir stuðningsmenn Liverpool ættu erfitt með að taka aftur á móti leikmanni sem hefði yfirgefið félagið þremur árum áður.“

„Svona lagað tekur tíma og ég skil vel að viðbrögðin á Wembley verði ekkert frábær.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×