Móðir Gillz: „Þetta jaðrar við að vera einelti“ Valur Grettisson skrifar 26. október 2010 15:47 Egill Einarsson á góða mömmu. „Ég er mjög óhress með þetta, þetta jaðrar við að vera einelti," sagði móðir Egils „Gillzeneggers" Einarssonar, um ásakanir og mótmæli sem beinast gegn Agli vegna meintrar kvenfyrirlitningar hans. Mótmælin spruttu fram vegna þess að Egill verður meðhöfundur símaskráarinnar en þegar hafa um fimmhundruð manns bæði skrifað undir þar til gert mótmælaskjal á netinu og skráð sig á Facebook þar sem aðkomu hans að skránni er mótmælt. Sjálfur hefur Egill borið af sér sakirnar en í viðtali við Vísi í gær sagðist hann elska konur og bætti við að hann ætti mömmu. Hún heitir Ester Ásbjörnsdóttir og sagði í viðtali við útvarpsmanninn Þorkel Mána Pétursson, í Harmageddon á X-inu 977, að hún hefði ekki alið son sinn upp í kvenfyrirlitningu. „Við sem þekkjum hann vitum að hann er góður drengur og ekkert annað en góður við konurnar í fjölskyldunni," sagði Ester í viðtali við Mána en henni fannst illa vegið að syni sínum. „Ég skil ekkert í þessari konu, þetta er þriggja ára gömul bloggfærsla sem hann baðst afsökunar á," sagði Ester og bætti við að henni fyndist framtak konunnar, sem stofnaði Facebook-síðuna, með ólíkindum. „Ég er mjög óhress með þetta. Þetta eru stór orð, í raun hálfgert níð," sagði Ester sem er sár fyrir hönd sonar síns. „Að stofna þessa síðu til þess eins að rakka niður eina manneskju jaðrar við að vera einelti," sagði Ester sem þvertekur fyrir að sonur sinn sé haldinn nokkurri kvenfyrirlitningu. „Ég ól hann ekki þannig upp," sagði Ester ákveðin. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Þess má geta að þátturinn Harmageddon er í loftinu núna. Tengdar fréttir Stuðningsmenn Gillz snúast til varna Aðdáendur Egils „Gillzeneggers“ Einarssonar, hafa brugðist ókvæða við mótmælaöldu sem hefur riðið yfir Facebook, vegna meintrar kvenfyrirlitningar einkaþjálfarans landsfræga. Ástæðan er samstarf hans við fyrirtækið Já um ritun símaskráarinnar. 26. október 2010 12:07 Gillz: „Ég elska konur og hef alltaf gert - mamma mín er kona!“ „Daginn eftir tók ég færsluna út og baðst afsökunar enda grófur einkahúmor þarna á ferð. Það mál var afgreitt þá og skil ekki tilganginn að vera að rifja þetta upp núna. Mér er líka gróflega misboðið að þessar konur skuli segja að ég hafi verið að hvetja til nauðgana. Að þær skuli lesa það út úr þessum vitleysisgangi er út hött og í raun ekki svaravert,“ segir Egill Einarsson, oft kallaður Gillzenegger. 25. október 2010 13:00 Fjögur hundruð mótmæla Gillz vegna símaskráar Hátt í fjögur hundruð manns hafa skráð sig á Facebook-síðu þar sem samstarfi Egils Einarssonar, oft nefndur Gillzenegger, vegna ritun símaskráarinnar er harðlega mótmælt. 25. október 2010 11:20 Frægir gegn Gillz Enn bætist í hóp óánægðra á Facebook vegna samstarfs Egils Einarssonar, oft kallaður Gillzenegger, við Já vegna ritun símaskráarinnar. Nú hafa á fimmta hundrað einstaklingar slegist í hópinn á Facebook. Um það bil jafn margir hafa skrifað nafn sitt á mótmælalista sem finna má á netinu. 26. október 2010 11:01 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
„Ég er mjög óhress með þetta, þetta jaðrar við að vera einelti," sagði móðir Egils „Gillzeneggers" Einarssonar, um ásakanir og mótmæli sem beinast gegn Agli vegna meintrar kvenfyrirlitningar hans. Mótmælin spruttu fram vegna þess að Egill verður meðhöfundur símaskráarinnar en þegar hafa um fimmhundruð manns bæði skrifað undir þar til gert mótmælaskjal á netinu og skráð sig á Facebook þar sem aðkomu hans að skránni er mótmælt. Sjálfur hefur Egill borið af sér sakirnar en í viðtali við Vísi í gær sagðist hann elska konur og bætti við að hann ætti mömmu. Hún heitir Ester Ásbjörnsdóttir og sagði í viðtali við útvarpsmanninn Þorkel Mána Pétursson, í Harmageddon á X-inu 977, að hún hefði ekki alið son sinn upp í kvenfyrirlitningu. „Við sem þekkjum hann vitum að hann er góður drengur og ekkert annað en góður við konurnar í fjölskyldunni," sagði Ester í viðtali við Mána en henni fannst illa vegið að syni sínum. „Ég skil ekkert í þessari konu, þetta er þriggja ára gömul bloggfærsla sem hann baðst afsökunar á," sagði Ester og bætti við að henni fyndist framtak konunnar, sem stofnaði Facebook-síðuna, með ólíkindum. „Ég er mjög óhress með þetta. Þetta eru stór orð, í raun hálfgert níð," sagði Ester sem er sár fyrir hönd sonar síns. „Að stofna þessa síðu til þess eins að rakka niður eina manneskju jaðrar við að vera einelti," sagði Ester sem þvertekur fyrir að sonur sinn sé haldinn nokkurri kvenfyrirlitningu. „Ég ól hann ekki þannig upp," sagði Ester ákveðin. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Þess má geta að þátturinn Harmageddon er í loftinu núna.
Tengdar fréttir Stuðningsmenn Gillz snúast til varna Aðdáendur Egils „Gillzeneggers“ Einarssonar, hafa brugðist ókvæða við mótmælaöldu sem hefur riðið yfir Facebook, vegna meintrar kvenfyrirlitningar einkaþjálfarans landsfræga. Ástæðan er samstarf hans við fyrirtækið Já um ritun símaskráarinnar. 26. október 2010 12:07 Gillz: „Ég elska konur og hef alltaf gert - mamma mín er kona!“ „Daginn eftir tók ég færsluna út og baðst afsökunar enda grófur einkahúmor þarna á ferð. Það mál var afgreitt þá og skil ekki tilganginn að vera að rifja þetta upp núna. Mér er líka gróflega misboðið að þessar konur skuli segja að ég hafi verið að hvetja til nauðgana. Að þær skuli lesa það út úr þessum vitleysisgangi er út hött og í raun ekki svaravert,“ segir Egill Einarsson, oft kallaður Gillzenegger. 25. október 2010 13:00 Fjögur hundruð mótmæla Gillz vegna símaskráar Hátt í fjögur hundruð manns hafa skráð sig á Facebook-síðu þar sem samstarfi Egils Einarssonar, oft nefndur Gillzenegger, vegna ritun símaskráarinnar er harðlega mótmælt. 25. október 2010 11:20 Frægir gegn Gillz Enn bætist í hóp óánægðra á Facebook vegna samstarfs Egils Einarssonar, oft kallaður Gillzenegger, við Já vegna ritun símaskráarinnar. Nú hafa á fimmta hundrað einstaklingar slegist í hópinn á Facebook. Um það bil jafn margir hafa skrifað nafn sitt á mótmælalista sem finna má á netinu. 26. október 2010 11:01 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Stuðningsmenn Gillz snúast til varna Aðdáendur Egils „Gillzeneggers“ Einarssonar, hafa brugðist ókvæða við mótmælaöldu sem hefur riðið yfir Facebook, vegna meintrar kvenfyrirlitningar einkaþjálfarans landsfræga. Ástæðan er samstarf hans við fyrirtækið Já um ritun símaskráarinnar. 26. október 2010 12:07
Gillz: „Ég elska konur og hef alltaf gert - mamma mín er kona!“ „Daginn eftir tók ég færsluna út og baðst afsökunar enda grófur einkahúmor þarna á ferð. Það mál var afgreitt þá og skil ekki tilganginn að vera að rifja þetta upp núna. Mér er líka gróflega misboðið að þessar konur skuli segja að ég hafi verið að hvetja til nauðgana. Að þær skuli lesa það út úr þessum vitleysisgangi er út hött og í raun ekki svaravert,“ segir Egill Einarsson, oft kallaður Gillzenegger. 25. október 2010 13:00
Fjögur hundruð mótmæla Gillz vegna símaskráar Hátt í fjögur hundruð manns hafa skráð sig á Facebook-síðu þar sem samstarfi Egils Einarssonar, oft nefndur Gillzenegger, vegna ritun símaskráarinnar er harðlega mótmælt. 25. október 2010 11:20
Frægir gegn Gillz Enn bætist í hóp óánægðra á Facebook vegna samstarfs Egils Einarssonar, oft kallaður Gillzenegger, við Já vegna ritun símaskráarinnar. Nú hafa á fimmta hundrað einstaklingar slegist í hópinn á Facebook. Um það bil jafn margir hafa skrifað nafn sitt á mótmælalista sem finna má á netinu. 26. október 2010 11:01