Innlent

Bílabyttum fjölgar í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar.

Það var í mörg horn að líta hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í vikunni sem leið og um helgina. Enn og aftur var haft afskipti af ökumönnum grunuðum um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna enda hefur orðið töluverð fjölgun í þessum málaflokki á árinu.

Nokkur erlill var í kringum skemmtistaði bæjarins um helgina og eitthvað um pústra án þess þó að kærur liggi fyrir. Að vanda þurfti lögreglan að aðstoða fólk til síns heima sökum ölvunarástands þess.

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir í síðustu viku vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum ávana- og fíkniefna við aksturinn og hefur lögreglan á þessu ári lagt töluverða áherslu á að stöðva ökumenn vegna þessa og kanna með ástand þeirra.

Síðdegis sl. föstudag var lögreglan kölluð að verslun Krónunnar en þar hafði einn viðskiptavinur verslunarinnar verið staðið að hnupli. Viðurkenndi sá sem þarna var að verki hnuplið og telst málið upplýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×