Hafna víkingaþorpi í Engey 26. október 2010 06:00 Áætlað er að það taki fimm ár að byggja upp víkingaþorp í Engey, meðal annars með aðstoð innlendra og erlendra sjálfboðaliða.Myndir/Casper Art Félagið Landnámsferðir hefur sótt um lóð í Engey undir landnámsþorp með víkingaþema en fengið synjun hjá skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Landnámsferða, segir að þrátt fyrir þessa fyrirstöðu hjá skipulagsyfirvöldum haldi málið áfram. Ætlunin sé ekki að tjalda til einnar nætur. Áralangur undirbúningur sé að baki og samráð sé haft við hæfa fornleifafræðinga, meðal annars dr. Völu Garðarsdóttur, sem stjórnaði uppgreftrinum á Alþingisreitnum. Þorpið verði byggt eftir námkvæmri forskrift fræðimanna. „Þetta er einstakt tækifæri fyrir ferðaþjónustu. Við höfum verið í Þýskalandi þar sem fólk dáir íslenska menningu og vill vita meira um landnámið og hvernig þetta byrjaði allt saman,“ segir Sveinn sem kveður verkefnið munu verða fjármagnað af einstaklingum sem ekki sé tímabært að nefna. „Þetta eru að minnsta kosti engir útrásarvíkingar.“ Sveinn segir erlenda handverksfræðinga bíða í röðum eftir að leggja verkefninu lið. Innlendir námsmenn, meðal annars í Tækniskólanum, geti einnig lagt hönd á plóginn. Nýta eigi trjágróður sem til falli á höfuðborgarsvæðinu í uppbyggingu þorpsins og smíði víkingaskipa. „Við gerum okkur grein fyrir því hversu dýrmæt saga Íslands er. Sagan af landnáminu og fólkinu sem byggði landið er gríðarlega sterk en henni hafa ekki verið gerð nógu góð skil. Ef einhvern tíma er mikilvægt fyrir þjóðina að horfa til arfsins þá er það nú,“ segir Sveinn. „Fornleifar í Engey hafa enn ekki verið skráðar en það er algjört grundvallaratriði að slíkt verði gert, ef til einhverrar uppbyggingar kemur,“ segir Minjasafn Reykjavíkur meðal annars í sinni umsögn. „Rétt er að víkingaþorp og staðir þar sem byggt er upp sögulegt umhverfi hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. En slíkur staður þarf að vera vel hugsaður og hannaður til að virðast sannfærandi,“ segir í umsögn Minjasafnsins sem telur umsóknina of ófullkomna til að geta talist raunhæf. Sveinn segir umsagnir Minjasafnsins og skipulagssviðs byggja á þekkingarleysi og nefnir þar möguleika til hafnaraðstöðu sérstaklega. Þá standi ekki til að reisa þorpið þar sem minjar séu fyrir heldur á svæði sem þegar hafi verið plægt. Sveinn undirstrikar að mikilvægt sé að þorpið verði einmitt í Engey. „Þannig komast gestirnir frá borginni og inn í tímavél sem flytur þá aftur til landnámsaldar.“ gar@frettabladid.is Sveinn Hjörtur GuðfinnssonVíkingar taka landFornmenn á sundunumÍ víkingaþorpiSéð til lands Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Sjá meira
Félagið Landnámsferðir hefur sótt um lóð í Engey undir landnámsþorp með víkingaþema en fengið synjun hjá skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Landnámsferða, segir að þrátt fyrir þessa fyrirstöðu hjá skipulagsyfirvöldum haldi málið áfram. Ætlunin sé ekki að tjalda til einnar nætur. Áralangur undirbúningur sé að baki og samráð sé haft við hæfa fornleifafræðinga, meðal annars dr. Völu Garðarsdóttur, sem stjórnaði uppgreftrinum á Alþingisreitnum. Þorpið verði byggt eftir námkvæmri forskrift fræðimanna. „Þetta er einstakt tækifæri fyrir ferðaþjónustu. Við höfum verið í Þýskalandi þar sem fólk dáir íslenska menningu og vill vita meira um landnámið og hvernig þetta byrjaði allt saman,“ segir Sveinn sem kveður verkefnið munu verða fjármagnað af einstaklingum sem ekki sé tímabært að nefna. „Þetta eru að minnsta kosti engir útrásarvíkingar.“ Sveinn segir erlenda handverksfræðinga bíða í röðum eftir að leggja verkefninu lið. Innlendir námsmenn, meðal annars í Tækniskólanum, geti einnig lagt hönd á plóginn. Nýta eigi trjágróður sem til falli á höfuðborgarsvæðinu í uppbyggingu þorpsins og smíði víkingaskipa. „Við gerum okkur grein fyrir því hversu dýrmæt saga Íslands er. Sagan af landnáminu og fólkinu sem byggði landið er gríðarlega sterk en henni hafa ekki verið gerð nógu góð skil. Ef einhvern tíma er mikilvægt fyrir þjóðina að horfa til arfsins þá er það nú,“ segir Sveinn. „Fornleifar í Engey hafa enn ekki verið skráðar en það er algjört grundvallaratriði að slíkt verði gert, ef til einhverrar uppbyggingar kemur,“ segir Minjasafn Reykjavíkur meðal annars í sinni umsögn. „Rétt er að víkingaþorp og staðir þar sem byggt er upp sögulegt umhverfi hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. En slíkur staður þarf að vera vel hugsaður og hannaður til að virðast sannfærandi,“ segir í umsögn Minjasafnsins sem telur umsóknina of ófullkomna til að geta talist raunhæf. Sveinn segir umsagnir Minjasafnsins og skipulagssviðs byggja á þekkingarleysi og nefnir þar möguleika til hafnaraðstöðu sérstaklega. Þá standi ekki til að reisa þorpið þar sem minjar séu fyrir heldur á svæði sem þegar hafi verið plægt. Sveinn undirstrikar að mikilvægt sé að þorpið verði einmitt í Engey. „Þannig komast gestirnir frá borginni og inn í tímavél sem flytur þá aftur til landnámsaldar.“ gar@frettabladid.is Sveinn Hjörtur GuðfinnssonVíkingar taka landFornmenn á sundunumÍ víkingaþorpiSéð til lands
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Sjá meira