Íslenski boltinn

Ólafur: Fylkismenn voru okkur erfiðir

Elvar Geir Magnússon skrifar

„Þetta sem Fylkismenn sýndu í dag var feykilega massífur leikur og þeir voru okkur erfiðir. En þegar maður lítur til baka hlýtur það að sitja eftir að við unnum 1-0," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks.

„Afleiðingin af því að leikir kvöldsins fóru eins og þeir fóru er sú að við erum komnir á toppinn. En ég fókusera ekki mikið á það, ég fókusera bara á að ná í þessi þrjú stig."

„Ég er ánægður með þolinmæðina sem menn sýndu. Við vissum að við þyrftum að standast ákveðið áhlaup frá Fylkismönnum og ég var ánægður með þéttleikann á liðinu, framkvæmdina á markinu og hvernig við sköpuðum okkur færi í seinni hálfleik. Það vantaði samt smá skerpu til að ná öðru markinu."

Næsti leikur Blika er heldur betur stórleikur en þeir heimsækja KR á fimmtudag. „Það er verkefni eins og þetta í dag. Ég vil ekki segja að þetta verkefni í dag hafi verið eitthvað minna alvöru en það sem verður á fimmtudaginn. KR-völlur er útivöllur sem gaman er að koma á."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×