Umfjöllun: FH-ingar enn með í baráttunni Stefán Árni Pálsson skrifar 12. september 2010 16:45 FH-ingar unnu góðan 2-1 sigur á Selfyssingum í 19.umferð Pepsi-deildar karla í gær en leikið var á Kaplakrikavelli. Björn Daníel Sverrisson og Matthías Vilhjálmsson skoruðu mörk FH-inga en Viðar Kjartansson skoraði eina mark gestanna. Fyrir leiki kvöldsins voru FH-ingar í þriðja sæti með 32 stig en Selfyssingar sem fyrr í næstneðsta með 14 stig. Virkilega mikilvægur leikur fyrir bæði lið og það mátti því búast við fínum fótboltaleik. Leikurinn hófst með miklum látum en heimamenn komust yfir strax á 6.mínútu leiksins. Björn Daníel Sverrisson skallaði boltann glæsilega í netið eftir fína aukaspyrnu frá Hirti Loga Valgarðssyni. Virkilega vel gert hjá FH-ingum og þeir byrjuðu leikinn sérlega vel. Selfyssingar létu markið ekki á sig fá og héldu áfram að spila sinn bolta. Martin Dohlsten átti frábært skot að marki FH-inga á 12.mínútu leiksins en skotið fór rétt framhjá. Þegar um tuttugu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum fengu FH-ingar virkilega gott færi en Tommy Nielsen átti skalla rétt framhjá. FH-ingar fengu aukaspyrnu á hættulegum stað sem Ólafur Páll Snorrason tók. Boltinn barst til Tommy sem skallaði hárfínt framhjá. Þegar leið á síðari hálfleikinn fóru heimamenn að stjórna leiknum og Selfyssingar áttu í erfileikum með að verjast skyndisóknum þeirra. Eftir hálftíma leik fékk Matthías Vilhjálmsson algjört dauðafæri fyrir FH-inga. Boltinn barst til hans eftir mikið klafs en skot hans fór beint í Jóhann Ólaf í marki Selfyssinga sem var vel á varðbergi. Nokkrum mínútum síðar fékk Hjörtur Logi Valgarðsson besta færi leiksins. Ólafur Páll Snorrason sendi boltann fyrir markið þar sem Hjörtur Logi var mættur, en hann skaut boltanum í stöngina einn á móti marki. Staðan var því 1-0 fyrir heimamenn í hálfleik en Selfyssingar verða að teljast heppnir að hafa aðeins fengið á sig eitt mark fyrstu 45 mínúturnar. Síðari hálfleikurinn fór virkilega hægt af stað en ekkert markvergt gerðist fyrstu 25.mínúturnar af hálfleiknum. FH-ingar virtust kærulausir og hleyptu Selfyssingum aftur inn í leikinn. Á 69.mínútu leiksins náðu gestirnir að jafna metin með marki frá Viðari Kjartanssyni, en hann fékk frábæra stungusendingu inn fyrir vörn FH-inga og smurði boltann í þaknetið, óverjandi fyrir Gunnleif í marki FH-inga. Aðeins þremur mínútum síðar náðu heimamenn að komast aftur yfir. Jóhannes Valgeirsson dæmdi vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Atla Guðnasyni innan vítateigs. Virkilega harður dómur og FH-ingar heppnir. Matthías Vilhjálmsson steig á vítapunktinn og þrumaði boltanum örugglega í netið. Útlitið varð síðan heldur dökkt fyrir gestina tíu mínútum fyrir leikslok þegar fyrirliðinn Stefán Ragnar Guðlaugsson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Selfyssingar áttu fínt skot að marki FH-inga þegar fjórar mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma en þá átti Sigurður Eyberg frábært skot að marki FH-inga sem landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson varði stórkostlega. Niðurstaðan því 2-1 sigur FH-inga sem færast ótröðum nær toppinum, en þeir eru komnir með 35 stig, aðeins tveimur stigum frá efsta sætinu. Staða Selfyssinga verður verri með hverri umferðinni og það þarf kraftaverk til að þeir verði í efstu deild á næsta ári. FH - Selfoss 2-11-0 Björn Daníel Sverrisson (6.) 1-1 Viðar Kjartansson (68.) 2-1 Matthías Vilhjálmsson (víti 71.) Áhorfendur: 1135 Dómari: Jóhannes Valgeirsson 7 Skot (á mark): 15 - 7 (7-2) Varin skot: Gunnleifur 1 – Jóhann 5 Horn: 7 - 3 Aukaspyrnur fengnar: 14 - 16 Rangstöður: 4 - 3 FH 4-3-3Gunnleifur Gunnleifsson 7 Pétur Viðarsson 7 Freyr Bjarnason 6 Tommy Nielsen 6 Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Gunnar Már Guðmundsson 5 (68.Gunnar Kristjánsson 6 ) Björn Daníel Sverrisson 7 Hákon Atli Hallfreðsson 5) Ólafur Páll Snorrason 6 Matthías Vilhjálmsson 8 maður leiksins Atli Guðnason 6 Atli Viðar Björnsson 5 (85. Torger Motland - ) Selfoss 4-5-1 Jóhann Ólafur Sigurðsson 5 Andri Freyr Björnsson 5 Stefán Ragnar Guðlaugsson 5 Jón Guðbrandsson 6 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 4 Guðmundur Þórarinsson 6 Martin Dohlsten 7 Ingólfur Þórarinsson 5 (58. Arilíus Marteinsson 5) Ingþór Jóhann Guðmundson 6 Jón Daði Böðvarsson 5) Viðar Örn Kjartansson 7 Viktor Unnar Illugason 5 (84.Sævar Þór Gíslason -) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
FH-ingar unnu góðan 2-1 sigur á Selfyssingum í 19.umferð Pepsi-deildar karla í gær en leikið var á Kaplakrikavelli. Björn Daníel Sverrisson og Matthías Vilhjálmsson skoruðu mörk FH-inga en Viðar Kjartansson skoraði eina mark gestanna. Fyrir leiki kvöldsins voru FH-ingar í þriðja sæti með 32 stig en Selfyssingar sem fyrr í næstneðsta með 14 stig. Virkilega mikilvægur leikur fyrir bæði lið og það mátti því búast við fínum fótboltaleik. Leikurinn hófst með miklum látum en heimamenn komust yfir strax á 6.mínútu leiksins. Björn Daníel Sverrisson skallaði boltann glæsilega í netið eftir fína aukaspyrnu frá Hirti Loga Valgarðssyni. Virkilega vel gert hjá FH-ingum og þeir byrjuðu leikinn sérlega vel. Selfyssingar létu markið ekki á sig fá og héldu áfram að spila sinn bolta. Martin Dohlsten átti frábært skot að marki FH-inga á 12.mínútu leiksins en skotið fór rétt framhjá. Þegar um tuttugu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum fengu FH-ingar virkilega gott færi en Tommy Nielsen átti skalla rétt framhjá. FH-ingar fengu aukaspyrnu á hættulegum stað sem Ólafur Páll Snorrason tók. Boltinn barst til Tommy sem skallaði hárfínt framhjá. Þegar leið á síðari hálfleikinn fóru heimamenn að stjórna leiknum og Selfyssingar áttu í erfileikum með að verjast skyndisóknum þeirra. Eftir hálftíma leik fékk Matthías Vilhjálmsson algjört dauðafæri fyrir FH-inga. Boltinn barst til hans eftir mikið klafs en skot hans fór beint í Jóhann Ólaf í marki Selfyssinga sem var vel á varðbergi. Nokkrum mínútum síðar fékk Hjörtur Logi Valgarðsson besta færi leiksins. Ólafur Páll Snorrason sendi boltann fyrir markið þar sem Hjörtur Logi var mættur, en hann skaut boltanum í stöngina einn á móti marki. Staðan var því 1-0 fyrir heimamenn í hálfleik en Selfyssingar verða að teljast heppnir að hafa aðeins fengið á sig eitt mark fyrstu 45 mínúturnar. Síðari hálfleikurinn fór virkilega hægt af stað en ekkert markvergt gerðist fyrstu 25.mínúturnar af hálfleiknum. FH-ingar virtust kærulausir og hleyptu Selfyssingum aftur inn í leikinn. Á 69.mínútu leiksins náðu gestirnir að jafna metin með marki frá Viðari Kjartanssyni, en hann fékk frábæra stungusendingu inn fyrir vörn FH-inga og smurði boltann í þaknetið, óverjandi fyrir Gunnleif í marki FH-inga. Aðeins þremur mínútum síðar náðu heimamenn að komast aftur yfir. Jóhannes Valgeirsson dæmdi vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Atla Guðnasyni innan vítateigs. Virkilega harður dómur og FH-ingar heppnir. Matthías Vilhjálmsson steig á vítapunktinn og þrumaði boltanum örugglega í netið. Útlitið varð síðan heldur dökkt fyrir gestina tíu mínútum fyrir leikslok þegar fyrirliðinn Stefán Ragnar Guðlaugsson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Selfyssingar áttu fínt skot að marki FH-inga þegar fjórar mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma en þá átti Sigurður Eyberg frábært skot að marki FH-inga sem landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson varði stórkostlega. Niðurstaðan því 2-1 sigur FH-inga sem færast ótröðum nær toppinum, en þeir eru komnir með 35 stig, aðeins tveimur stigum frá efsta sætinu. Staða Selfyssinga verður verri með hverri umferðinni og það þarf kraftaverk til að þeir verði í efstu deild á næsta ári. FH - Selfoss 2-11-0 Björn Daníel Sverrisson (6.) 1-1 Viðar Kjartansson (68.) 2-1 Matthías Vilhjálmsson (víti 71.) Áhorfendur: 1135 Dómari: Jóhannes Valgeirsson 7 Skot (á mark): 15 - 7 (7-2) Varin skot: Gunnleifur 1 – Jóhann 5 Horn: 7 - 3 Aukaspyrnur fengnar: 14 - 16 Rangstöður: 4 - 3 FH 4-3-3Gunnleifur Gunnleifsson 7 Pétur Viðarsson 7 Freyr Bjarnason 6 Tommy Nielsen 6 Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Gunnar Már Guðmundsson 5 (68.Gunnar Kristjánsson 6 ) Björn Daníel Sverrisson 7 Hákon Atli Hallfreðsson 5) Ólafur Páll Snorrason 6 Matthías Vilhjálmsson 8 maður leiksins Atli Guðnason 6 Atli Viðar Björnsson 5 (85. Torger Motland - ) Selfoss 4-5-1 Jóhann Ólafur Sigurðsson 5 Andri Freyr Björnsson 5 Stefán Ragnar Guðlaugsson 5 Jón Guðbrandsson 6 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 4 Guðmundur Þórarinsson 6 Martin Dohlsten 7 Ingólfur Þórarinsson 5 (58. Arilíus Marteinsson 5) Ingþór Jóhann Guðmundson 6 Jón Daði Böðvarsson 5) Viðar Örn Kjartansson 7 Viktor Unnar Illugason 5 (84.Sævar Þór Gíslason -)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira