Innlent

Höskuldur: Ekki hægt að setja Alþingi skilyrði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Höskuldur Þórhallsson segir að það sé ekki hægt að setja Alþingi skilyrði. Mynd/ GVA.
Höskuldur Þórhallsson segir að það sé ekki hægt að setja Alþingi skilyrði. Mynd/ GVA.
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur það algerlega ótækt að Bretar geti sett einhver skilyrði áður en farið er í samningaviðræður vegna Icesave.

Fréttablaðið segir í dag að samkvæmt heimildum þess sé þess krafist að verði samningar um Icesave teknir upp að nýju vilji Bretar og Hollendingar að það verði tryggt að niðurstaðan verði endanleg. Ferlið geti ekki endurtekið sig. Þeir meti það svo að Íslendingar hafi skuldbundið sig fyrir löngu til að greiða lágmarkstryggingu innstæða og frá því verði ekki fallið. „Það er enginn sem getur lofað fyrirfram endanlegri ákvörðun Alþingis. Það er gegn lýðræðinu," segir Höskuldur í samtali við Vísi.

Þá segir Höskuldur að það hafi engir bindandi samningar verið gerðir við Breta og Hollendinga. Viljayfirlýsing hafi verið gerð 2008 þar sem hvergi komi fram að það sé ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóði. „Þetta er algjört lykilatriði, að við höfum aldrei gert bindandi samning við Breta og Hollendinga," segir Höskuldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×