Erlent

Þrír skotnir í fagnaðarlátunum í New Orleans

New Orleans Saints vann Ofurskálarleikinn í fyrsta skipti í sögu félagsins í fyrrinótt og er því meistari í NFL-deildinni. Mikil fagnaðarlæti brutut í kjölfarið út í miðborg New Orleans. Mynd/AP
New Orleans Saints vann Ofurskálarleikinn í fyrsta skipti í sögu félagsins í fyrrinótt og er því meistari í NFL-deildinni. Mikil fagnaðarlæti brutut í kjölfarið út í miðborg New Orleans. Mynd/AP
Tvær konur og einn karlmaður særðust þegar skotum var hleypt af skammbyssum í miðjum fagnaðarlátum í miðborg New Orleans í Bandaríkjunum eftir að heimamenn sigruðu Ofurskálarleikinn, sem jafnan er kallaður Super Bowl, í fyrsta skipti í sögu félagsins í fyrrinótt.

Mikill mannfjöldi safnaðist saman í miðborginni eftir leikinn. Fólkið sem varð fyrir skotunum er á aldrinum 25 til 36 ára særðist ekki alvarlega og er ástand þeirra gott, að sögn lögreglu. Tveir karlmenn eru í haldi vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×