Innlent

Eldur í íbúðarhúsi á Ísafirði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í risi í íbúðarhúsnæði á Ísafirði um klukkan hálftíu í gærkvöld. Slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins á skömmum tíma en töluvert tjón hefði getað hlotist af. Allir þeir sem voru í húsinu þegar eldurinn kom upp voru komnir út þegar að slökkviliðið kom á staðinn og enginn þeirra slasaðist.

Þá varð bílslys í Skötufirði í Ísafjarðadjúpi í gær. Ökumaður bifreiðarinnar var lagður inn á sjúkrahús á Ísafirði en hann er ekki alvarlega slasaður, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×