Innlent

Akranes: Íbúar geti kallað eftir almennri atkvæðisgreiðslu

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Nýr meirihluti í bæjarstjórn Akraness ætlar að kanna reglulega viðhorf þeirra til margvíslegra málefna bæjarfélagsins. Það skal gert m.a. með íbúaþingi við gerð fjárhagsáætlunar, segir í yfirlýsingu til fjölmiðla.

Ef þriðjungur atkvæðisbærra manna óskar eftir almennri atkvæðisgreiðslu um tiltekin mál skal verða við því.

Leitað verður eftir auknu samstarfi við nágrannasveitarfélög Akraness.

Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og óháðir og Vinstri hreyfingin – grænt framboð hafa myndað meirihluta í bæjarstjórn Akraness fyrir kjörtímabilið 2010 – 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×