Enski boltinn

Ferguson vonast til að Hargreaves sé að verða klár

Ómar Þorgeirsson skrifar
Owen Hargreaves.
Owen Hargreaves. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United bindur vonir við að miðjumaðurinn Owen Hargreaves geti lagt sitt að mörkum til þess að hjálpa United á lokasprettinum á yfirstandandi keppnistímabili.

Hargreaves hefur verið frá vegna hnémeiðsla í meira en ár en Ferguson telur raunhæft að Hargreaves geti komist í leikmannahóp United fyrir leikina mikilvægu gegn AC Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar um miðjan febrúar og byrjun mars.

„Við munum halda áfram að vera þolinmóðir með Owen en ég myndi gjarnan vilja sjá hann í leikmannahópnum fyrir leikina gegn AC Milan. Hann er að leggja hart að sér á æfingum og er alltaf að þyngja æfingarplanið hjá sér.

Þetta er líka spurning um sjálfstraust og þegar hann er kominn með það og byrjaður að æfa af krafti daglega þá verður hann klár í slaginn. Það er ekki langt í það," sagði Ferguson á blaðamannafundi í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×