Íslenski boltinn

Gummi Ben fær ekki að halda áfram með Selfoss

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi Guðmundar Benediktssonar. Hann hefur því hætt þjálfun liðsins. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Guðmundur tók við liðinu af Gunnlaugi Jónssyni fyrir tímabilið og stýrði liðinu því aðeins í eitt ár.

Tímabilið byrjaði mjög vel hjá Guðmundi og félögum og hápunkturinn kom í annarri umferð er liðið vann KR á útivelli.

Liðið hélt engu flugi í deildinni og endaði á botninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×