Innlent

Áverkar á höfði eftir átök á 800 bar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karlmaður var fluttur með áverka á höfði til skoðunar á slysadeild eftir átök á 800 bar á Selfossi í nótt. Ágreiningur á milli tveggja manna endaði með því að annar sparkaði í höfuð hins og þótti ráðlegast að flytja hann með sjúkrabifreið til Reykjavíkur þar sem hægt væri að skoða hann.

Um fimmleytið var tilkynnt um reyk í íbúð í Fossheiði á Selfossi. Þar hafði íbúi ætlað að spæla sér egg. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni fór eggið þó aldrei á pönnuna því að maðurinn sofnaði fljótlega eftir að hann var búinn að hita pönnuna og vaknaði ekki fyrr en íbúðin var orðin full af reyk. Engum varð þó meint af.

Þá tók lögreglan á Selfossi ökumann sem ók á 128 kílómetra hraða á klukkustund. Maðurinn reyndist auk þess vera undir áhrifum áfengis og er jafnframt grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×