Innlent

Vatnavextir í Grímsvötnum - Skeiðarárhlaup líklegt

Breki Logason skrifar

Vatnamælingamenn hafa undanfarið fylgst náið með vatnavöxtum í Grímsvötnum og telja nokkrar líkur á því að Skeiðarárhlaup sé á næsta leyti.

Snorri Zóphóníasson vatnamælingamaður sem er við mælingar fyrir austan segir meiri líkur en minni á litlu hlaupi.

„Það er ekki talið ólíklegt þar sem vatnsyfirborð í Grímsvötnum er að hækka hægt og stígandi. Þetta fer hægt af stað en þegar það nær ákveðinni hæð telja menn að þetta gæti farið af stað," segir Snorri en vísindamenn eru með alla mæla klára á svæðinu.

Snorri telur þó að ef hlaup komi muni það ekki rjúka af stað og það taki jafnvel marga daga.

Þess má geta að á laugardag fer fram svokallað Skeiðarárhlaup í fyrsta sinn, en um er að ræða víðavangshlaup 8 km og 16 km. Hlaupin verða bæði ræst frá Skeiðarárbrúnni og enda í Skaftafelli.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.