Innlent

Heilbrigðisráðherra heimsótti Landspítalann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Álfheiður Ingadóttir heimsótti Landspítalann í gær. Mynd/ Stefán.
Álfheiður Ingadóttir heimsótti Landspítalann í gær. Mynd/ Stefán.
Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra heimsótti nokkrar deildir Landspítala í gær ásamt embættismönnum úr ráðuneytinu.

Gestirnir skoðuðu bæklunarskurðdeildir og skurðstofur og smitsjúkdómadeild á Landspítala Fossvogi og fóru síðan á Klepp og loks á barna- og unglingageðdeild, segir í frétt á vef Landspítalans.

Þetta er fyrsta heimsókn Álfheiðar á Landspítala af þessu tagi síðan hún tók við embætti heilbrigðisráðherra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×