Innlent

The Observer: Íslendingar verðskulda samúð

Svo virðist sem samúð með Íslendingum í Bretlandi sé farin að aukast verulega eftir synjun forseta Íslands á staðfestingu laga um ríkisábyrgð á Icesave. Meðal annars skrifar Ruth Sunderland grein í The Observer, sem birtist einnig á vef Guardians, með yfirskriftinni: „Íslendingar verðskulda samúð."

Í greininni kemur hún íslensku þjóðinni til varnar og segir fjárhagslegu byrðina sem leggst á hvert mannsbarn hér á landi gríðarlega, verði ríkisábyrgð samþykkt.

Hún segir ábyrgð Icesave leggjast á íslenskan almenning á sama tíma þeir séu að missa vinnuna sína og heimili.

Þá veltir Ruth því fyrir sér hvort breska fjármálaeftirlitið sem og það hollenska séu ekki ábyrg fyrir því sem fór, í það minnsta að hluta til. Undir þeirra eftirliti risu bankaútibú Landsbankans, það hafi verið á þeirra ábyrgð að veita þessum útibúum aðhald.

Að lokum segir hún það ósanngjarnt að íslenskir skattgreiðendur borgi fyrir vanhæfni stjórnmálamanna, eftirlitstofnanna og þotulið viðskiptalífsins.

Hér má lesa greinina í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×