Erlent

Vetrarhörkur víða um heim

Miklar vetrarhörkur geysa nú víða á norðanverðum Vesturlöndum bæði vestan hafs og austan. Vetrarhörkurnar nú eru þær verstu síðuðustu 25 árin í Bandaríkjunum og hafa þær valdið vandræðum víða vegna ófærðar og mikillar snjókomu. Fyrir skömmu snjóaði í Dallas í Texas sem ekki hefur gerst síðan um miðja síðustu öld.

Á Bretlandi hefur vetrarfærðin valdið gífurlegum fjölda af umferðaróhöppum og í dag og á morgun hefur fótboltaleikjum verð aflýst á Englandi vegna færðarinnar.

Í Danmörku hefur herinn verið kallaður út til að sinna sjúkraflutningum á Norður-Jótlandi og þar um slóðir hefur ökumönnum verið ráðlagt að aka ekki bílum sínum nema brýna nauðsyn beri til.

Í frétt í Politiken segir að vetrarhörkurnar hafi valdið því að loka þurfti flugvellinum í Álaborg og að almenningssamgöngur liggi nú niðri á þeim slóðum. Þá hefur öryggisþjónustuan Falck sjaldan haft jafnmikið að gera við að bjarga ökumönnum í ógöngum. Útköllin urðu tæplega 3.000 talsins í gærdag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×