Innlent

Hreyfingin kallar á siðferðilega forystu vegna Verne Holdings

Þingmenn Hreyfingarinnar kölluðu eftir siðferðilegri forystu meirihluta Alþingis við afgreiðslu frumvarps um heimild til iðnaðarráðherra um að ganga til samninga við Novator um gagnaver á Suðurnesjum. Frumvarpið var samþykkt með 36 atkvæðum gegn tólf, sjö þingmenn sátu hjá en tuttugu voru fjarstaddir.

Lögin fela í sér ívilnanir til handa Verne Holdings sem mun reka gagnaverið en fyrirtækið er í meirihluta eigu Novators. Novator er síðan í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Í yfirlýsingu frá þingflokki Hreyfingarinnar segir að Björgólfur Thor hafi ekki reynst áreiðanlegur viðskiptafélagi og vísar þingflokkurinn í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis máli sínu til stuðnings.

Af lestri skýrslunnar megi ráða að veruleg áhætta fylgi því að stunda viðskipti við Björgólf. Þingmenn Hreyfingarinnar telja að ríkinu beri að taka siðferðislega forystu og beina sérstökum ívilnunarsamningum eingöngu til þeirra sem hafa sýnt og sannað að þeir séu traustsins verðir.

Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×