Fjórir nýir veitingastaðir í London fengu sína fyrstu Michelin stjörnu í gær og var veitingahúsið Texture þar á meðal.
Agnar Sverrisson, yfirmatreiðslumaður og einn af eigendum Texture er fyrsti íslenski matreiðslumaðurinn sem fær umrædda stjörnu.
Þetta er í fyrsta skipti sem veitingastaður sem er að stórum hluta í eigu Íslendinga fær stjörnu.

Texture er hannaður af eiginkonu Agnars, Þórhildi Rafnsdóttur.
Mjög sjaldgæft er að veitingastaðir sem hafa verið aðeins opnir í tvö og hálft ár, eins og Texture, fái umrædda stjörnu.
Athyglisvert er að stjörnukokkurinn Gordon Ramsay á Claridge´s Hotelinu í Mayfair í London missti sína Michelin stjörnu.
Heimasíða Texture í London