Fótbolti

Markalaust hjá Kristianstad

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu
Margrét Lára Viðarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu Mynd/Vilhelm

Nýliðar Tyresö og Kristianstad gerðu í dag markalaust jafntefli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Erla Steina Arnardóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir léku báðar allan leikinn fyrir Kristianstad en Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins.

Samkvæmt heimasíðu sænska knattspyrnusambandsins voru aðeins tveir varamenn á skýrslu hjá Kristianstad. Elísabet gerði eina skiptingu í leiknum.

Kristianstad er í þrijða sæti deildarinnar með sjö stig eftir fjóra leiki. LdB Malmö er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×