Íslenski boltinn

Riise: Þurfið ekki að hafa miklar áhyggjur ef þið leikið eins og í fyrri hálfleik

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Anton
John Arne Riise, vinstri bakvörður Noregs og leikmaður Roma á Ítalíu, var mjög sáttur með að ná í þrjú stig á Laugardalsvelli eftir 1-2 sigur Norðmanna í undankeppni EM.

„Eftir fyrri hálfleikinn óttaðist ég að við myndum ekki fá stig út úr leiknum. Við vorum mun betri í seinni hálfleik og ég er kátur með þrjú stig. Við urðum að byrja vel í riðlinum og nú getum við mætt Portúgal á heimavelli með tilhlökkun.“

Riise var leikinn grátt af Gylfa Sigurðssyni í marki Íslands og telur að jafntefli hefðu líklega verið sanngjörn úrslit.

„Við vissum að íslenska liðið yrði hægara eftir því sem að liði á leikinn og þá fengjum við meira pláss. Á pappírnum erum við með betra lið og við náum sigri á slæmum degi sem er mjög ánægjulegt. Jafntefli hefði líklega verið sanngjörn úrslit en við nýttum okkar færi,“ segir Riise sem hrósar frammistöðu Íslands í fyrri hálfleik.

 „Það var ekkert sem kom mér á óvart hjá íslenska liðinu. Þeir eru sterkir og góðir í föstum leikatriðum en þetta á eftir að verða erfitt fyrir Ísland rétt eins og fyrir okkur. Ef íslenska liðið leikur eins og það gerði í fyrri hálfleik, þá þurfið þið ekki að hafa miklar áhyggjur.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×